Innlent

Hugrakkar konur viðurkenndar

viðurkenningarhafar Konurnar sem hlutu viðurkenningar og fulltrúar þeirra að lokinni athöfn í gær. mynd/stígamót
viðurkenningarhafar Konurnar sem hlutu viðurkenningar og fulltrúar þeirra að lokinni athöfn í gær. mynd/stígamót
Fimm konur og einn aðgerðahópur hlutu viðurkenningu Stígamóta í ár. Viðurkenningin var veitt í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi.

Berit Ås, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Margrét Pétursdóttir, Sóley Tómasdóttir og aðgerðahópurinn Stóra systir hlutu viðurkenningu. Í tilkynningu frá Stígamótum segir að í ár hafi sjónum verið beint að „þeim hugrökku konum sem á ólíka vegu hafa fylgt réttlætiskennd sinni og rutt brautina fyrir raunverulegt kvenfrelsi“. Sumar hafi dansað á mörkum hins löglega, og allar hafi þær mætt ýmiss konar andstöðu.

„Á Stígamótum trúum við því að slíkar konur gegni mjög mikilvægu hlutverki. Það er kominn tími til að hampa þeim og lyfta þeim upp í ljósið. Láta alþjóð vita að við stöndum með þeim og séum þakklátar fyrir hugrekki þeirra. Ekki veitir af á Íslandi ef við viljum með réttu teljast paradís kynjajafnréttis.“ Viðurkenningarhafarnir fluttu allar ræðu um ögranir við afhendinguna, sem fór fram í Norræna húsinu.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×