Facebook-leikir eru skýrt brot á reglum 23. nóvember 2011 08:00 Brot á reglum? Margir leikir á Facebook eru brot á notendareglum og geta fyrirtæki átt von á að síðum þeirra verði lokað.fréttablaðið/ap Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Mikið hefur borið á svokölluðum Facebook-leikjum undanfarið þar sem íslensk fyrirtæki gefa notendum færi á að vinna vörur fyrir „kvitt“ og „like“. Slíkt er brot á reglum Facebook. Verslunin Karen Millen fékk 2.500 „like“ á einum degi. Leikir á Facebook þar sem notendur eiga að ýta á „like“ og deila myndum frá fyrirtækjum til þess að vinna vörur eða þjónustu eru skýrt brot á notendareglum Facebook. Slík fyrirtæki geta átt von á því að stjórnendur vefsins loki fyrir síðuna og þar með glatast allt það efni sem á henni var. Samskiptavefurinn hefur verið vinsæll vettvangur fyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri undanfarin misseri. Kápuleikur verslunarinnar Karen Millen á Íslandi fór líklega ekki fram hjá mörgum skráðum notendum á mánudaginn síðastliðinn, en fyrirtækið fékk um 2.500 „like“ á síðuna sína á einum degi. Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, þekkir fjölmörg dæmi þar sem íslensk fyrirtæki hafa hvatt notendur Facebook til að nota „like“, „kvitt“ og „deila“ í þeim tilgangi að vinna eitthvað, en hafi verið lokað í framhaldinu. „Þeir sem eru með svona leiki eiga það á hættu að notendur klagi þá til Facebook, sem er bara einn takki. Og það þarf ekki nema nokkrar tilkynningar til að síðunni verði lokað,“ segir Valgeir, en Pipar/TBWA sér meðal annars um að setja leiki upp í „app“ með skráningarkerfi fyrir fyrirtæki, sem brýtur ekki í bága við reglur síðunnar. Þá er hringt í vinningshafa í framhaldinu eða honum sendur tölvupóstur. „Svo er fullt af fyrirtækjum sem búa til svona leiki en draga svo ekki þátttakendur úr. Þú veist aldrei hvort einhver vinnur eða ekki.“ Hulda Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Karen Millen, segir kápuleikinn svokallaða hafa farið fram úr björtustu vonum. Engum hafi dottið í hug að verslunin væri að brjóta í bága við reglur, þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki væru að gera nákvæmlega það sama. „Það grunaði engan að þetta færi svona,“ segir Hulda. „En við lærum af þessu og munum ekki gera þetta svona næst.“ Hulda ætlar að draga vinningshafann út úr öllum vinum síðunnar, en 2.500 manns ákváðu að líka við Karen Millen á mánudag. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira