Fremsti handboltamaður landsins gefur út borðspil 1. nóvember 2011 08:00 Ólafur segir Ævintýralandið vera kærkomið tæki fyrir fullorðna fólkið til að kynnast heimi barnsins og hvernig það hugsi. Sjálfur segist leikmaðurinn vilja segja börnunum sínum sögur sem þau taki sjálf þátt í.Fréttablaðið/GVA „Hugmyndafræði höfundar spilsins og mín skarast á mjög mörgum sviðum,“ segir Ólafur Stefánsson, einn fremsti íþróttamaður landsins, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður AG í Kaupmannahöfn. Ólafur er staddur hér á landi við að kynna nýtt borðspil, Ævintýralandið, sem hann hefur tekið virkan þátt í að skapa. Eins og fyrir fram mátti búast við er spilið ekki hefðbundið með teningum, peningum og spilaköllum, heldur byggir það á því að virkja sköpunarkraft barna. „Barnið er miðpunkturinn en ekki spilið sjálft,“ segir Ólafur. Einvalalið kemur að Ævintýralandinu; höfundar þess eru hjónin María Huld Pétursdóttir og Rúnar Þór Þórarinsson, en hann samdi meðal annars spunaspilin Askur Yggdrasils og Fræknir ferðalangar. Rúnar var þar að auki leikjahönnuður hjá CCP og meðal annarra sem koma að útgáfu spilsins er Reynir Harðarson, sem stofnaði einmitt CCP á sínum tíma. Teikningar leika stórt hlutverk í leiknum, en þær eru unnar af CCP-teiknurunum Birni Birki Eiríkssyni og Kára Gunnarssyni auk Brians Pilkington, en grafísk hönnun var í höndunum á Zetor. „Rúnar hafði gengið með þessa hugmynd í maganum í dágóðan tíma en ekki gefið sér tíma vegna anna hjá CCP. Svo hætti hann þar og keyrði spilið í gegn. Sem er ótrúlegavirðingarvert.“ Ævintýralandið er þykjustuleikur þar sem skáldskapur og frásagnargleði ráða ríkjum, eða eins og Ólafur útskýrir: „Spilið er heimur barnsins sem við fullorðna fólkið fáum að kynnast ef við gefum okkur tíma. Sem er síðan önnur saga.“ Ólafur bætir því við að hann hafi uppgötvað að það búi einhver leyndardómur í barninu sem við, fullorðna fólkið, skemmum alltaf með hroka, vitleysu, græðgi og tímaleysi. „Ég vil grafa ofan í það hvernig þau hugsa og þetta spil hjálpar mér við það, að skilja hvernigbörnin mín hugsa og komast nærri leyndardómi þeirra.“ Leikmaðurinn, sem er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í leik sínum og hugsun, segir jafnframt að spilið hafi breytt viðhorfi hans til þess hvernig eigi að segja börnum sögur. „Áður sagði ég börnunum mínum sögur frá A til B, því miður, ég var bara ekki lengra á veg kominn. Í dag finnst mér það hins vegar alls ekki málið heldur er það miklu frekar að láta barnið taka þátt í sögunni, geta haft áhrif á hana og upplifa því þá meðtekur barnið söguna miklu, miklu betur.“ Hægt er að kynna sér leikreglur spilsins á Facebook-síðu þess og YouTube. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
„Hugmyndafræði höfundar spilsins og mín skarast á mjög mörgum sviðum,“ segir Ólafur Stefánsson, einn fremsti íþróttamaður landsins, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður AG í Kaupmannahöfn. Ólafur er staddur hér á landi við að kynna nýtt borðspil, Ævintýralandið, sem hann hefur tekið virkan þátt í að skapa. Eins og fyrir fram mátti búast við er spilið ekki hefðbundið með teningum, peningum og spilaköllum, heldur byggir það á því að virkja sköpunarkraft barna. „Barnið er miðpunkturinn en ekki spilið sjálft,“ segir Ólafur. Einvalalið kemur að Ævintýralandinu; höfundar þess eru hjónin María Huld Pétursdóttir og Rúnar Þór Þórarinsson, en hann samdi meðal annars spunaspilin Askur Yggdrasils og Fræknir ferðalangar. Rúnar var þar að auki leikjahönnuður hjá CCP og meðal annarra sem koma að útgáfu spilsins er Reynir Harðarson, sem stofnaði einmitt CCP á sínum tíma. Teikningar leika stórt hlutverk í leiknum, en þær eru unnar af CCP-teiknurunum Birni Birki Eiríkssyni og Kára Gunnarssyni auk Brians Pilkington, en grafísk hönnun var í höndunum á Zetor. „Rúnar hafði gengið með þessa hugmynd í maganum í dágóðan tíma en ekki gefið sér tíma vegna anna hjá CCP. Svo hætti hann þar og keyrði spilið í gegn. Sem er ótrúlegavirðingarvert.“ Ævintýralandið er þykjustuleikur þar sem skáldskapur og frásagnargleði ráða ríkjum, eða eins og Ólafur útskýrir: „Spilið er heimur barnsins sem við fullorðna fólkið fáum að kynnast ef við gefum okkur tíma. Sem er síðan önnur saga.“ Ólafur bætir því við að hann hafi uppgötvað að það búi einhver leyndardómur í barninu sem við, fullorðna fólkið, skemmum alltaf með hroka, vitleysu, græðgi og tímaleysi. „Ég vil grafa ofan í það hvernig þau hugsa og þetta spil hjálpar mér við það, að skilja hvernigbörnin mín hugsa og komast nærri leyndardómi þeirra.“ Leikmaðurinn, sem er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í leik sínum og hugsun, segir jafnframt að spilið hafi breytt viðhorfi hans til þess hvernig eigi að segja börnum sögur. „Áður sagði ég börnunum mínum sögur frá A til B, því miður, ég var bara ekki lengra á veg kominn. Í dag finnst mér það hins vegar alls ekki málið heldur er það miklu frekar að láta barnið taka þátt í sögunni, geta haft áhrif á hana og upplifa því þá meðtekur barnið söguna miklu, miklu betur.“ Hægt er að kynna sér leikreglur spilsins á Facebook-síðu þess og YouTube. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira