Fremsti handboltamaður landsins gefur út borðspil 1. nóvember 2011 08:00 Ólafur segir Ævintýralandið vera kærkomið tæki fyrir fullorðna fólkið til að kynnast heimi barnsins og hvernig það hugsi. Sjálfur segist leikmaðurinn vilja segja börnunum sínum sögur sem þau taki sjálf þátt í.Fréttablaðið/GVA „Hugmyndafræði höfundar spilsins og mín skarast á mjög mörgum sviðum,“ segir Ólafur Stefánsson, einn fremsti íþróttamaður landsins, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður AG í Kaupmannahöfn. Ólafur er staddur hér á landi við að kynna nýtt borðspil, Ævintýralandið, sem hann hefur tekið virkan þátt í að skapa. Eins og fyrir fram mátti búast við er spilið ekki hefðbundið með teningum, peningum og spilaköllum, heldur byggir það á því að virkja sköpunarkraft barna. „Barnið er miðpunkturinn en ekki spilið sjálft,“ segir Ólafur. Einvalalið kemur að Ævintýralandinu; höfundar þess eru hjónin María Huld Pétursdóttir og Rúnar Þór Þórarinsson, en hann samdi meðal annars spunaspilin Askur Yggdrasils og Fræknir ferðalangar. Rúnar var þar að auki leikjahönnuður hjá CCP og meðal annarra sem koma að útgáfu spilsins er Reynir Harðarson, sem stofnaði einmitt CCP á sínum tíma. Teikningar leika stórt hlutverk í leiknum, en þær eru unnar af CCP-teiknurunum Birni Birki Eiríkssyni og Kára Gunnarssyni auk Brians Pilkington, en grafísk hönnun var í höndunum á Zetor. „Rúnar hafði gengið með þessa hugmynd í maganum í dágóðan tíma en ekki gefið sér tíma vegna anna hjá CCP. Svo hætti hann þar og keyrði spilið í gegn. Sem er ótrúlegavirðingarvert.“ Ævintýralandið er þykjustuleikur þar sem skáldskapur og frásagnargleði ráða ríkjum, eða eins og Ólafur útskýrir: „Spilið er heimur barnsins sem við fullorðna fólkið fáum að kynnast ef við gefum okkur tíma. Sem er síðan önnur saga.“ Ólafur bætir því við að hann hafi uppgötvað að það búi einhver leyndardómur í barninu sem við, fullorðna fólkið, skemmum alltaf með hroka, vitleysu, græðgi og tímaleysi. „Ég vil grafa ofan í það hvernig þau hugsa og þetta spil hjálpar mér við það, að skilja hvernigbörnin mín hugsa og komast nærri leyndardómi þeirra.“ Leikmaðurinn, sem er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í leik sínum og hugsun, segir jafnframt að spilið hafi breytt viðhorfi hans til þess hvernig eigi að segja börnum sögur. „Áður sagði ég börnunum mínum sögur frá A til B, því miður, ég var bara ekki lengra á veg kominn. Í dag finnst mér það hins vegar alls ekki málið heldur er það miklu frekar að láta barnið taka þátt í sögunni, geta haft áhrif á hana og upplifa því þá meðtekur barnið söguna miklu, miklu betur.“ Hægt er að kynna sér leikreglur spilsins á Facebook-síðu þess og YouTube. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Hugmyndafræði höfundar spilsins og mín skarast á mjög mörgum sviðum,“ segir Ólafur Stefánsson, einn fremsti íþróttamaður landsins, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður AG í Kaupmannahöfn. Ólafur er staddur hér á landi við að kynna nýtt borðspil, Ævintýralandið, sem hann hefur tekið virkan þátt í að skapa. Eins og fyrir fram mátti búast við er spilið ekki hefðbundið með teningum, peningum og spilaköllum, heldur byggir það á því að virkja sköpunarkraft barna. „Barnið er miðpunkturinn en ekki spilið sjálft,“ segir Ólafur. Einvalalið kemur að Ævintýralandinu; höfundar þess eru hjónin María Huld Pétursdóttir og Rúnar Þór Þórarinsson, en hann samdi meðal annars spunaspilin Askur Yggdrasils og Fræknir ferðalangar. Rúnar var þar að auki leikjahönnuður hjá CCP og meðal annarra sem koma að útgáfu spilsins er Reynir Harðarson, sem stofnaði einmitt CCP á sínum tíma. Teikningar leika stórt hlutverk í leiknum, en þær eru unnar af CCP-teiknurunum Birni Birki Eiríkssyni og Kára Gunnarssyni auk Brians Pilkington, en grafísk hönnun var í höndunum á Zetor. „Rúnar hafði gengið með þessa hugmynd í maganum í dágóðan tíma en ekki gefið sér tíma vegna anna hjá CCP. Svo hætti hann þar og keyrði spilið í gegn. Sem er ótrúlegavirðingarvert.“ Ævintýralandið er þykjustuleikur þar sem skáldskapur og frásagnargleði ráða ríkjum, eða eins og Ólafur útskýrir: „Spilið er heimur barnsins sem við fullorðna fólkið fáum að kynnast ef við gefum okkur tíma. Sem er síðan önnur saga.“ Ólafur bætir því við að hann hafi uppgötvað að það búi einhver leyndardómur í barninu sem við, fullorðna fólkið, skemmum alltaf með hroka, vitleysu, græðgi og tímaleysi. „Ég vil grafa ofan í það hvernig þau hugsa og þetta spil hjálpar mér við það, að skilja hvernigbörnin mín hugsa og komast nærri leyndardómi þeirra.“ Leikmaðurinn, sem er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í leik sínum og hugsun, segir jafnframt að spilið hafi breytt viðhorfi hans til þess hvernig eigi að segja börnum sögur. „Áður sagði ég börnunum mínum sögur frá A til B, því miður, ég var bara ekki lengra á veg kominn. Í dag finnst mér það hins vegar alls ekki málið heldur er það miklu frekar að láta barnið taka þátt í sögunni, geta haft áhrif á hana og upplifa því þá meðtekur barnið söguna miklu, miklu betur.“ Hægt er að kynna sér leikreglur spilsins á Facebook-síðu þess og YouTube. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira