Smáliðið sem skákar Barcelona og Real Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2011 06:00 Fyrirliðinn Sergio Ballesteros er orðinn 36 og með léttan björgunarhring.nordic photos/getty images Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli. Ekkert lið í spænsku deildinni eyðir minna fé en Levante. Heildarvelta liðsins er um 350 milljónir króna á ári. Til samanburðar er veltan hjá Barcelona um 80 milljarðar og norska meistaraliðið Rosenborg er með ársveltu upp á rúmlega 420 milljónir króna. Eftir 3-0 sigur Levante um helgina gegn Villareal er smáliðið á toppnum með 20 stig, Real Madrid er þar næst með 19 stig og spænska meistaraliðið Barcelona er í þriðja sæti með 18 stig. Levante er nú þegar búið að innbyrða fleiri stig en eftir 21 umferð á síðustu leiktíð og allt bendir til þess að félagið nái markmiðum sínum – sem var að ná að hanga í deild þeirra bestu. Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er næsti leikur Levante gegn Real Sociedad á miðvikudag. Sá leikmaður sem hefur vakið mesta athygli í Levante er fyrirliðinn Sergio Ballesteros. Hann er alls ekki á óskalista stórklúbba í Evrópu enda er Ballesteros 36 ára gamall og að margra mati akfeitur. Baðvigtin lýgur ekki og Ballesteros er 100 kíló og með „aukahluti“ á kviðnum sem flestir fótboltamenn vilja vera án. Varnarmaðurinn hefur leikið um 300 leiki í efstu deild á Spáni og er þaulreyndur þrátt fyrir slæmt líkamsástand. Fyrirliðinn er eini leikmaðurinn þar sem „síðasti söludagur“ er rétt handan við hornið. Meðalaldur liðsins í leik gegn Malaga á dögunum var rétt um 32 ár. Frábær varnarleikur hefur einkennt Levante það sem af er tímabilinu. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í átta leikjum. Levante hefur unnið sex leiki og gert tvívegis jafntefli og er taplaust. Aðeins Barcelona og Sevilla eru í þeim hópi á Spáni þessa stundina. Árið 2008 var Levante bjargað frá gjaldþroti og félagið hefur aðeins efni á að kaupa ódýrustu leikmennina á markaðnum. Forráðamenn liðsins hafa notað um 63 milljónir króna í kaup á samtals 50 leikmönnum á undanförnum árum. Það gerir rétt um 1,2 milljónir króna að meðaltali. Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Áður en keppnistímabilið hófst í spænska fótboltanum var Levante spáð falli af flestum sérfræðingum. Enginn átti von á því að smáliðið frá borginni Valencia næði að veita Barcelona og Real Madrid einhverja keppni. Levante er í efsta sæti spænsku deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Á Spáni bíða allir eftir því að Levante-„bólan“ springi en liðið hefur m.a. unnið Real Madrid 1-0 á heimaveli. Ekkert lið í spænsku deildinni eyðir minna fé en Levante. Heildarvelta liðsins er um 350 milljónir króna á ári. Til samanburðar er veltan hjá Barcelona um 80 milljarðar og norska meistaraliðið Rosenborg er með ársveltu upp á rúmlega 420 milljónir króna. Eftir 3-0 sigur Levante um helgina gegn Villareal er smáliðið á toppnum með 20 stig, Real Madrid er þar næst með 19 stig og spænska meistaraliðið Barcelona er í þriðja sæti með 18 stig. Levante er nú þegar búið að innbyrða fleiri stig en eftir 21 umferð á síðustu leiktíð og allt bendir til þess að félagið nái markmiðum sínum – sem var að ná að hanga í deild þeirra bestu. Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er næsti leikur Levante gegn Real Sociedad á miðvikudag. Sá leikmaður sem hefur vakið mesta athygli í Levante er fyrirliðinn Sergio Ballesteros. Hann er alls ekki á óskalista stórklúbba í Evrópu enda er Ballesteros 36 ára gamall og að margra mati akfeitur. Baðvigtin lýgur ekki og Ballesteros er 100 kíló og með „aukahluti“ á kviðnum sem flestir fótboltamenn vilja vera án. Varnarmaðurinn hefur leikið um 300 leiki í efstu deild á Spáni og er þaulreyndur þrátt fyrir slæmt líkamsástand. Fyrirliðinn er eini leikmaðurinn þar sem „síðasti söludagur“ er rétt handan við hornið. Meðalaldur liðsins í leik gegn Malaga á dögunum var rétt um 32 ár. Frábær varnarleikur hefur einkennt Levante það sem af er tímabilinu. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í átta leikjum. Levante hefur unnið sex leiki og gert tvívegis jafntefli og er taplaust. Aðeins Barcelona og Sevilla eru í þeim hópi á Spáni þessa stundina. Árið 2008 var Levante bjargað frá gjaldþroti og félagið hefur aðeins efni á að kaupa ódýrustu leikmennina á markaðnum. Forráðamenn liðsins hafa notað um 63 milljónir króna í kaup á samtals 50 leikmönnum á undanförnum árum. Það gerir rétt um 1,2 milljónir króna að meðaltali.
Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti