Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd - fréttaskýring 12. október 2011 04:00 alþingi Iðnaðarráðherra sagðist efast um að nokkur ríkisstjórn hefði gert jafn mikið í að gera áætlanir um orkunotkun til framtíðar. Einni virkjanaframkvæmd væri nýlokið og þrjár komnar á framkvæmdastig.fréttablaðið/gva jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent