Heimir: Aldrei þjálfað peninganna vegna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2011 07:00 Heimir segir að ÍBV-liðið hafi gott af því að fá nýjan þjálfara.fréttablaðið/stefán Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR. „Þetta var farið að kvisast út enda sagði ég stjórninni frá ákvörðun minni fyrir mánuði. Þetta fór að kvisast út og því vildum við segja fréttina áður en aðrir færu að slúðra um málið,“ segir Heimir en ÍBV hefur þegar gefið út að Magnús Gylfason taki við liðinu. Eftir stendur samt spurningin af hverju Heimir sé að hætta. Minn tími er liðinn í Eyjum„Ég er búinn að skila mínu til félagsins og ég ætla ekki að vera ellidauður þjálfari ÍBV. Minn tími er einfaldlega kominn hér. Strákarnir hafa gott af nýju blóði. Mér finnst þetta líka frábær tími til að stíga til hliðar. Það er allt önnur umgjörð, staða og allt annað lið en þegar ég tók við á sínum tíma. Ég tel mig því skila ansi góðu búi,“ segir Heimir en hann tók við liðinu af Guðlaugi Baldurssyni er það féll árið 2006. Heimir var með liðið í tvö ár í 1. deild en eftir að ÍBV komst upp aftur hefur það verið á mikilli siglingu. Var mjög nálægt því að vinna titilinn í fyrra og er aftur í baráttunni núna. Nú þegar eru farnar af stað sögusagnir um að Heimir sé að fara hingað og þangað. Hann segir allar þær sögur vera rangar enda hafi hann ekki rætt við nein félög enn sem komið er. Hann muni þó hlusta komi áhugaverð tilboð. „Ég hef ekkert verið að velta mér upp úr framhaldinu en vonandi fæ ég að þjálfa einhvers staðar. Það er engin flétta eða neitt í gangi hjá mér. Það er sannleikurinn. Ég tel mig vera að gera félaginu greiða með því að láta vita í tíma svo þeir geti gert sínar ráðstafanir. Ég er að hugsa um hagsmuni ÍBV og tel mig hafa komið heiðarlega fram,“ segir Heimir en hann hefur enga trú á því að þetta mál trufli ÍBV-liðið í lokaleikjum mótsins. Það væri gaman að prófa eitthvað nýttHeimir ætlar að skoða sín mál eftir tímabilið en hefur alls ekki tekið neina ákvörðun um að flytja upp á land. Hann er tannlæknir í Vestmannaeyjum og það er það eina sem liggur fyrir í dag. „Ég vona að ég sé ekki hættur að þjálfa. Kannski býðst eitthvað skemmtilegt og þá skoða ég það. Ég hef aldrei verið að þjálfa peninganna vegna og er ekkert að fara á taugum. Það er bara léttir fyrir mig að þetta mál sé komið út svo ég geti lagt það til hliðar,“ segir Heimir sem þekkir aðeins að þjálfa í Eyjum. „Það gæti verið gaman að prófa eitthvað nýtt. Hið eina sem er á ferilskránni hjá mér er ÍBV. Yngri flokkar, kvenna- og karlalið. Eins og ég segi skoða ég það sem kemur upp en ég get sagt af fullum heiðarleika að ég er ekki með neitt annað tilboð í höndunum sem stendur,“ segir Heimir en hann nennti ekki að svara símtölum í gær en síminn hringdi mikið hjá honum þá. „Ég hefði líklega svarað hefði komið símtal frá Englandi,“ segir Heimir léttur og hlær við. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR. „Þetta var farið að kvisast út enda sagði ég stjórninni frá ákvörðun minni fyrir mánuði. Þetta fór að kvisast út og því vildum við segja fréttina áður en aðrir færu að slúðra um málið,“ segir Heimir en ÍBV hefur þegar gefið út að Magnús Gylfason taki við liðinu. Eftir stendur samt spurningin af hverju Heimir sé að hætta. Minn tími er liðinn í Eyjum„Ég er búinn að skila mínu til félagsins og ég ætla ekki að vera ellidauður þjálfari ÍBV. Minn tími er einfaldlega kominn hér. Strákarnir hafa gott af nýju blóði. Mér finnst þetta líka frábær tími til að stíga til hliðar. Það er allt önnur umgjörð, staða og allt annað lið en þegar ég tók við á sínum tíma. Ég tel mig því skila ansi góðu búi,“ segir Heimir en hann tók við liðinu af Guðlaugi Baldurssyni er það féll árið 2006. Heimir var með liðið í tvö ár í 1. deild en eftir að ÍBV komst upp aftur hefur það verið á mikilli siglingu. Var mjög nálægt því að vinna titilinn í fyrra og er aftur í baráttunni núna. Nú þegar eru farnar af stað sögusagnir um að Heimir sé að fara hingað og þangað. Hann segir allar þær sögur vera rangar enda hafi hann ekki rætt við nein félög enn sem komið er. Hann muni þó hlusta komi áhugaverð tilboð. „Ég hef ekkert verið að velta mér upp úr framhaldinu en vonandi fæ ég að þjálfa einhvers staðar. Það er engin flétta eða neitt í gangi hjá mér. Það er sannleikurinn. Ég tel mig vera að gera félaginu greiða með því að láta vita í tíma svo þeir geti gert sínar ráðstafanir. Ég er að hugsa um hagsmuni ÍBV og tel mig hafa komið heiðarlega fram,“ segir Heimir en hann hefur enga trú á því að þetta mál trufli ÍBV-liðið í lokaleikjum mótsins. Það væri gaman að prófa eitthvað nýttHeimir ætlar að skoða sín mál eftir tímabilið en hefur alls ekki tekið neina ákvörðun um að flytja upp á land. Hann er tannlæknir í Vestmannaeyjum og það er það eina sem liggur fyrir í dag. „Ég vona að ég sé ekki hættur að þjálfa. Kannski býðst eitthvað skemmtilegt og þá skoða ég það. Ég hef aldrei verið að þjálfa peninganna vegna og er ekkert að fara á taugum. Það er bara léttir fyrir mig að þetta mál sé komið út svo ég geti lagt það til hliðar,“ segir Heimir sem þekkir aðeins að þjálfa í Eyjum. „Það gæti verið gaman að prófa eitthvað nýtt. Hið eina sem er á ferilskránni hjá mér er ÍBV. Yngri flokkar, kvenna- og karlalið. Eins og ég segi skoða ég það sem kemur upp en ég get sagt af fullum heiðarleika að ég er ekki með neitt annað tilboð í höndunum sem stendur,“ segir Heimir en hann nennti ekki að svara símtölum í gær en síminn hringdi mikið hjá honum þá. „Ég hefði líklega svarað hefði komið símtal frá Englandi,“ segir Heimir léttur og hlær við.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira