Endanleg ákvörðun eftir áralangt þjark 24. ágúst 2011 06:00 hólmsheiði Ríkið á lóð á Hólmsheiði þar sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að nýtt fangelsi verði byggt. „Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
„Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira