Frumvarp stjórnlagaráðs afhent Alþingi 30. júlí 2011 06:30 Það var létt yfir fulltrúum í stjórnlagaráði þegar þeir afhentu forseta Alþingis frumvarp að nýrri stjórnarskrá í gær. Mynd/Stefán Karlsson Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í gær. Frumvarpið var samþykkt einróma á síðasta fundi ráðsins á miðvikudag. Leiðarstef stjórnlagaráðs voru þrjú: valddreifing, gegnsæi og ábyrgð. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, sagði ráðsliða afar stolta af verki sínu og því að tekist hefði að ljúka starfinu í góðri samvinnu hvert við annað og við þjóðina. „Við óskum þess að sem mestar og ítarlegastar umræður fari nú fram um frumvarpið á öllum sviðum samfélagsins.” Ásta Ragnheiður þakkaði stjórnlagaráði fyrir vel unnin störf og sagðist vonast eftir því að í fyllingu tímans fengju Íslendingar stjórnarskrá sem þeir væru ekki aðeins sáttir við heldur stoltir af. Alþingi tekur frumvarpið nú til umfjöllunar og viðbúið er að það taki nokkrum breytingum í meðferð þingsins. Í fréttatilkynningu segir að ráðsliðar séu einhuga um að veita beri landsmönnum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnar-skrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega. Spurð hvort stjórnlagaráð eða ráðsliðar myndu tjá sig um þær breytingar sem Alþingi kann að gera svaraði Salvör: „Við erum auðvitað hvert á okkar forsendum núna eftir að starfi stjórnlagaráðs lýkur og ég efa það ekki að einhverjir einstaklingar munu tjá sig um þær breytingar. En við lýsum okkur líka reiðubúin til að koma að verkinu aftur ef það hafa orðið miklar breytingar á okkar tillögum.“ Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs, sagði frumvarpið góðan grunn að nýrri stjórnarskrá. Spurður hvort frumvarpið yrði að nýrri stjórnarskrá svaraði hann: „Ég held að við séum viss um að það sem við höfum nú lagt fyrir þjóðina verður notað. Við getum kannski ekki fullyrt að allar 114 greinarnar verði notaðar en ég er alveg sannfærður um að mikill meirihluti þeirra verður óbreyttur.“ Loks lögðu fulltrúar í stjórnlagaráði áherslu á að fólk missti ekki sjónar á stóru myndinni. Frumvarpið yrði eflaust skoðað og gagnrýnt en það þyldi slíka skoðun. magnusl@frettabladid.is Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í gær. Frumvarpið var samþykkt einróma á síðasta fundi ráðsins á miðvikudag. Leiðarstef stjórnlagaráðs voru þrjú: valddreifing, gegnsæi og ábyrgð. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, sagði ráðsliða afar stolta af verki sínu og því að tekist hefði að ljúka starfinu í góðri samvinnu hvert við annað og við þjóðina. „Við óskum þess að sem mestar og ítarlegastar umræður fari nú fram um frumvarpið á öllum sviðum samfélagsins.” Ásta Ragnheiður þakkaði stjórnlagaráði fyrir vel unnin störf og sagðist vonast eftir því að í fyllingu tímans fengju Íslendingar stjórnarskrá sem þeir væru ekki aðeins sáttir við heldur stoltir af. Alþingi tekur frumvarpið nú til umfjöllunar og viðbúið er að það taki nokkrum breytingum í meðferð þingsins. Í fréttatilkynningu segir að ráðsliðar séu einhuga um að veita beri landsmönnum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnar-skrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega. Spurð hvort stjórnlagaráð eða ráðsliðar myndu tjá sig um þær breytingar sem Alþingi kann að gera svaraði Salvör: „Við erum auðvitað hvert á okkar forsendum núna eftir að starfi stjórnlagaráðs lýkur og ég efa það ekki að einhverjir einstaklingar munu tjá sig um þær breytingar. En við lýsum okkur líka reiðubúin til að koma að verkinu aftur ef það hafa orðið miklar breytingar á okkar tillögum.“ Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs, sagði frumvarpið góðan grunn að nýrri stjórnarskrá. Spurður hvort frumvarpið yrði að nýrri stjórnarskrá svaraði hann: „Ég held að við séum viss um að það sem við höfum nú lagt fyrir þjóðina verður notað. Við getum kannski ekki fullyrt að allar 114 greinarnar verði notaðar en ég er alveg sannfærður um að mikill meirihluti þeirra verður óbreyttur.“ Loks lögðu fulltrúar í stjórnlagaráði áherslu á að fólk missti ekki sjónar á stóru myndinni. Frumvarpið yrði eflaust skoðað og gagnrýnt en það þyldi slíka skoðun. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent