Fótbolti

Þjálfari Skota: Íslendingar líklegir til að koma á óvart

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slógu út skota Strákarnir fagna marki gegn Skotum.Fréttablaðið/Valli
Slógu út skota Strákarnir fagna marki gegn Skotum.Fréttablaðið/Valli
Billy Stark, þjálfari U-21 landsliðs Skotlands, segir íslenska landsliðið líklegast til þess að koma á óvart á Evrópumótinu í Danmörku.

„Á miðjunni og frammi standa þeir jafnfætis hinum þjóðunum. Markaskorun liðsins talar sínu máli. Það er bara spurning hvernig þeim gengur að verjast.“

Stark segir muna miklu að stór hluti leikmannanna hafi reynslu með A-landsliðinu. Það hafi gert gæfumuninn þegar íslenska liðið sigraði það skoska í umspilinu í október síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×