Erlent

Sjö íslenskir hestar drápust

Sjö íslenskir hestar drápust í lestarslysi í vikunni. Óvíst er um afdrif þriggja í viðbót. 
Fréttablaðið/E.Ól.
Sjö íslenskir hestar drápust í lestarslysi í vikunni. Óvíst er um afdrif þriggja í viðbót. Fréttablaðið/E.Ól.
Sjö íslenskir hestar drápust þegar þeir urðu fyrir lest í Meråker í Noregi á þriðjudag.

Alls höfðu ellefu hestar sloppið út úr gerði í nokkurra kílómetra fjarlægð og voru á leið yfir járnbrautarteinana þegar óhappið átti sér stað.

Fjögurra hrossa var að auki saknað í fyrstu og óvíst um afdrif þeirra, en í gær kom hesturinn Máni í leitirnar, lítillega meiddur. Eigandi hestanna sagði í samtali við Verdens Gang að Máni væri frekar styggur og það hafi sennilega orðið honum til lífs.

60 farþegar voru í lestinni sem ók á hestana en engan sakaði.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×