Almannagjá dýpkar 1. apríl 2011 05:00 Almannagjá og hakið Mikil hola opnaðist á stígnum um Almannagjá. Undir er eins konar hellir, sem reyndist ná undir stíginn þar sem grafan stendur. Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, stendur við opið. Mynd/Einar Sæmundsen Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira