Hughreystingin í harminum 1. mars 2011 05:00 Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira