Hughreystingin í harminum 1. mars 2011 05:00 Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira