Hughreystingin í harminum 1. mars 2011 05:00 Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Oflæti æskunnar vinnur með manni“ Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Oflæti æskunnar vinnur með manni“ Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira