Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir 23. febrúar 2011 05:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss
Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira