Ekki verður samið frekar um Icesave 21. febrúar 2011 03:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Sjá meira