Ummæli Blatter um kynþáttaníð vekja mikla reiði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2011 10:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / Getty Images Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að kynþáttaníð væri ekki til staðar í knattspyrnu. Ummælunum hefur verið tekið af mikilli reiði víða um heim en sjálfur hefur hann reynt að draga úr þeim. Blatter var spurður í viðtalinu hvort að kynþáttaníð væri vandamál í knattspyrnuheiminum. „Því myndi ég neita. Kynþáttaníð á sér ekki stað. Kannski gerist það í samskiptum leikmanna að eitthvað sé sagt eða gert sem ekki er rétt," svaraði Blatter og hélt áfram: „Sá sem verður fyrir áhrifum af þessu verður að hafa í huga að þetta er leikur. Við erum í leik og í lok hans tökumst við í hendur. Svona lagað getur átt sér stað, vegna þess að við höfum lagt svo mikið á okkur í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun." „Ég held að allur heimurinn sé meðvitaður um átak okkar gegn kynþáttaníði og mismunun. Og stundum eru röng orð látin falla á vellinum. En svo klárast leikurinn og maður fær tækifæri í næsta leik til að haga sér betur." Það eru þessi ummæli sem hafa vakið gríðarlega mikla reiði hjá einstaklingum tengdum knattspyrnu, sérstaklega í Englandi þar sem hin ýmsu mál tengd kynþáttaníði hafa komið upp í haust. „Segðu mér að ég hafi eitthvað misskilið þessi ummæli frá Blatter. Ef ekki þá koma þau mér algerlega í opna skjöldu," skrifaði Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, á Twitter-síðuna sína. Hann er einnig bróðir Anton Ferdinand hjá QPR sem hefur sakað John Terry, fyrirliða Chelsea og enska landsliðins, um að hafa beitt sig kynþáttaníði í leik liðanna í síðasta mánuði. Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, segir að Blatter verði að segja af sér og í sama streng tekur Chris Kamara, sérfræðingur hjá Sky Sports. „Ég bara trúði því ekki hvað Blatter sagði," sagði Taylor. Blatter var fljótur að birta yfirlýsingu á heimasíðu FIFA þar sem hann reynir að draga úr ummælum sínum. Þar segir hann hafa persónulega leitt baráttuna gegn kynþáttaníði og mismunum í knattspyrnuheiminum. „Ég veit líka að kynþáttaníð á sér stað í knattspyrnunni, því miður. Ég veit að þetta er stórt vandamál í okkar samfélagi sem hefur áhrif á íþróttir," segir í yfirlýsingunni. „Ummæli mín voru misskilin. Það sem ég vildi segja var að knattspyrnumenn eiga sínar baráttur við andstæðinga í sínum leikjum. Og stundum er eitthvað gert sem er rangt. En undir venjulegum kringumstæðum biður mann andstæðinginn afsökunar á því í lok leiksins og menn takast í hendur. Þegar leikurinn er búinn, er þetta búið." „Allir þeir sem hafa spilað knattspyrnu, eða tekið þátt í leik í hvaða íþrótt sem er, vita þetta." Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að kynþáttaníð væri ekki til staðar í knattspyrnu. Ummælunum hefur verið tekið af mikilli reiði víða um heim en sjálfur hefur hann reynt að draga úr þeim. Blatter var spurður í viðtalinu hvort að kynþáttaníð væri vandamál í knattspyrnuheiminum. „Því myndi ég neita. Kynþáttaníð á sér ekki stað. Kannski gerist það í samskiptum leikmanna að eitthvað sé sagt eða gert sem ekki er rétt," svaraði Blatter og hélt áfram: „Sá sem verður fyrir áhrifum af þessu verður að hafa í huga að þetta er leikur. Við erum í leik og í lok hans tökumst við í hendur. Svona lagað getur átt sér stað, vegna þess að við höfum lagt svo mikið á okkur í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun." „Ég held að allur heimurinn sé meðvitaður um átak okkar gegn kynþáttaníði og mismunun. Og stundum eru röng orð látin falla á vellinum. En svo klárast leikurinn og maður fær tækifæri í næsta leik til að haga sér betur." Það eru þessi ummæli sem hafa vakið gríðarlega mikla reiði hjá einstaklingum tengdum knattspyrnu, sérstaklega í Englandi þar sem hin ýmsu mál tengd kynþáttaníði hafa komið upp í haust. „Segðu mér að ég hafi eitthvað misskilið þessi ummæli frá Blatter. Ef ekki þá koma þau mér algerlega í opna skjöldu," skrifaði Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, á Twitter-síðuna sína. Hann er einnig bróðir Anton Ferdinand hjá QPR sem hefur sakað John Terry, fyrirliða Chelsea og enska landsliðins, um að hafa beitt sig kynþáttaníði í leik liðanna í síðasta mánuði. Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, segir að Blatter verði að segja af sér og í sama streng tekur Chris Kamara, sérfræðingur hjá Sky Sports. „Ég bara trúði því ekki hvað Blatter sagði," sagði Taylor. Blatter var fljótur að birta yfirlýsingu á heimasíðu FIFA þar sem hann reynir að draga úr ummælum sínum. Þar segir hann hafa persónulega leitt baráttuna gegn kynþáttaníði og mismunum í knattspyrnuheiminum. „Ég veit líka að kynþáttaníð á sér stað í knattspyrnunni, því miður. Ég veit að þetta er stórt vandamál í okkar samfélagi sem hefur áhrif á íþróttir," segir í yfirlýsingunni. „Ummæli mín voru misskilin. Það sem ég vildi segja var að knattspyrnumenn eiga sínar baráttur við andstæðinga í sínum leikjum. Og stundum er eitthvað gert sem er rangt. En undir venjulegum kringumstæðum biður mann andstæðinginn afsökunar á því í lok leiksins og menn takast í hendur. Þegar leikurinn er búinn, er þetta búið." „Allir þeir sem hafa spilað knattspyrnu, eða tekið þátt í leik í hvaða íþrótt sem er, vita þetta."
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn