Fótbolti

Lögreglan mun rannsaka söluna á Veigari Páli

Lögreglan í Asker og Bærum í Noregi hefur ákveðið að rannsaka hvort lög hafi verið brotin þegar Veigar Páll Gunnarsson var seldur frá Stabæk til Vålerenga.
Lögreglan í Asker og Bærum í Noregi hefur ákveðið að rannsaka hvort lög hafi verið brotin þegar Veigar Páll Gunnarsson var seldur frá Stabæk til Vålerenga.
Lögreglan í Asker og Bærum í Noregi hefur ákveðið að rannsaka hvort lög hafi verið brotin þegar Veigar Páll Gunnarsson var seldur frá Stabæk til Vålerenga. Lögreglurannsókn mun hefjast á næstunni þar sem allt „söluferlið" verður rannsakað.

Nina Bjørlo, yfirmaður í lögregluumdæmi Asker og Bærum segir í viðtali við Aftenposten að lögreglan hafi skoðað málið á undanförnum vikum og ákveðið að setja í gang rannsókn með formlegum hætti.

Talið er að forráðamenn Stabæk hafi lækkað verðið á Veigari Páli til þess að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy háar fjárhæð vegna sölunnar. Nancy keypti Veigar Pál frá Stabæk á sínum tíma og þegar Veigar fór frá Frakklandi aftur til norska liðsins var samið um að Nancy fengi 50% í sinn hlut ef Veigar yrði seldur frá Stabæk.

Vålerenga keypti Veigar fyrir um 20 milljónir kr. en Rosenborg hafði áður boðið 100 milljónir kr.í Veigar. Stabæk lét 15 ára gamlan leikmann, Herman Stengel, fylgja með í kaupunum og var hann verðlagður á 80 milljónir. Með þessum hætti komst Stabæk hjá því að greiða Nancy um 50 milljónir kr. og þurfti aðeins að greiða 10 milljónir kr.


Tengdar fréttir

Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli

Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum.

Lögreglan vill fá frekari upplýsingar um félagaskipti Veigars Páls

Lögreglan í Osló hefur óskað eftir því að fá að vita hvers konar viðskipti áttu sér stað þegar að Veigar Páll Gunnarsson var seldur frá Stabæk til Vålerenga. Leiði það til sakfellingar gætu forráðamenn félaganna endað í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×