Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi 16. mars 2011 19:45 Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. Við greindum í síðustu viku frá áformum um risahöfn í Gunnólfsvík undir Langanesi en þar gera sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur ráð fyrr iðnaðarlóðum sem hentað gætu olíu- og gasvinnslustöðvum. Forsendur í aðalskipulagstillögunni eru að höfnin verði umskipunarhöfn vegna siglinga yfir heimskautið og að muni hún þjóna olíuvinnslu framtíðarinnar, ekki aðeins á Drekasvæði heldur einnig við austur Grænland. Í skipulagstillögunni er jafnframt gert ráð fyrir því að Þórshafnarflugvöllur verði stækkaður. Í stað einnar 1.200 metra langrar brautar verði tvær 2.200 metra langar brautir fyrir millilandaflug og flugskýli fyrir þyrluþjónustu vegna olíuborpalla. Hérlendis yrði einungis Keflavíkurflugvöllur stærri en þessi völlur. Flugvöllurinn yrði í landi Syðra-Lóns en Guðmundur Vilhjálmsson, talsmaður eigenda jarðarinnar, er ekki kátur. Hann kveðst þó fyrst og fremst mótmæla aðferðafræðinni, - að sveitarfélagið skuli skipuleggja flugvöll og þjóðvegi án samráðs við eigendur landsins. Hann kveðst í sjálfu sér ekki útiloka alþjóðaflugvöll þarna, sé það raunhæft. Hann telji þetta hins vegar vera mikla loftkastala, og ef þeir fari í inn á skipulag, bindi það hendur landeigenda, og þeir geti ekki skipulagt aðra starfsemi á meðan. Guðmundur tekur sem dæmi að þeir gætu ekki selt lóðir undir frístundabyggð ef búið væri að skipuleggja landið undir flugvöll. Sveitarstjórn Lannganesbyggðar stefnir að því að afgreiða skipulagið frá sér á morgun. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. Við greindum í síðustu viku frá áformum um risahöfn í Gunnólfsvík undir Langanesi en þar gera sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur ráð fyrr iðnaðarlóðum sem hentað gætu olíu- og gasvinnslustöðvum. Forsendur í aðalskipulagstillögunni eru að höfnin verði umskipunarhöfn vegna siglinga yfir heimskautið og að muni hún þjóna olíuvinnslu framtíðarinnar, ekki aðeins á Drekasvæði heldur einnig við austur Grænland. Í skipulagstillögunni er jafnframt gert ráð fyrir því að Þórshafnarflugvöllur verði stækkaður. Í stað einnar 1.200 metra langrar brautar verði tvær 2.200 metra langar brautir fyrir millilandaflug og flugskýli fyrir þyrluþjónustu vegna olíuborpalla. Hérlendis yrði einungis Keflavíkurflugvöllur stærri en þessi völlur. Flugvöllurinn yrði í landi Syðra-Lóns en Guðmundur Vilhjálmsson, talsmaður eigenda jarðarinnar, er ekki kátur. Hann kveðst þó fyrst og fremst mótmæla aðferðafræðinni, - að sveitarfélagið skuli skipuleggja flugvöll og þjóðvegi án samráðs við eigendur landsins. Hann kveðst í sjálfu sér ekki útiloka alþjóðaflugvöll þarna, sé það raunhæft. Hann telji þetta hins vegar vera mikla loftkastala, og ef þeir fari í inn á skipulag, bindi það hendur landeigenda, og þeir geti ekki skipulagt aðra starfsemi á meðan. Guðmundur tekur sem dæmi að þeir gætu ekki selt lóðir undir frístundabyggð ef búið væri að skipuleggja landið undir flugvöll. Sveitarstjórn Lannganesbyggðar stefnir að því að afgreiða skipulagið frá sér á morgun.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira