Innlent

Geir H. Haarde ávarpar landsfundinn eftir hádegi

Geir H. Haarde á landsfundi fyrir nokkrum árum síðan.
Geir H. Haarde á landsfundi fyrir nokkrum árum síðan.
Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpar landsfund Sjálfstæðisflokksins klukkan tvö í dag.

Fundurinn var settur á fimmtudaginn en honum lýkur ekki fyrr en á morgun. Í gær var tilkynnt að Geir myndi ávarpa fundinn en ekki var gert ráð fyrir því samkvæmt dagskrá.

Frambjóðendur til formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins flytja síðan ræður sínar en þau Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir sækjast bæði eftir því að gegna formennsku í flokknum.

Sjálft formannskjörið fer hins vegar ekki fram fyrr en eftir hádegi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×