Fótbolti

Jóhann Berg óbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson segir að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa þurft fara af velli snemma leiks gegn Hvíta-Rússlandi í gær.

Jóhann meiddist á öxl eftir að leikmaður Hvíta-Rússlands féll ofan á hann eftir að þeir stukku upp í skallabolta. Óttast var í fyrstu að Jóhann væri viðbeinsbrotinn en svo alvarlegt reyndist það ekki vera. Hann gat þó eðlilega ekki æft með liðinu í dag.

„Ég held það. Þetta lítur alla vega betur út en í gær. Ég fór upp á spítalann og það kom í ljós að ég er ekki brotinn eins og óttast var," sagði hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Ég veit ekki hvort ég næ næsta leik. Það kemur kannski betur í ljós á morgun. Það verður kannski hægt að sprauta þetta og teipa," bætti hann við og segist hafa greinst með tognuð liðbönd í öxlinni.

„En þetta er mjög svekkjandi. Ég var að fíla mig vel í upphafi leiksins og var með hægri bakvörðinn í vasanum. Ég hefði viljað klára leikinn en svona er fótboltinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×