Fótbolti

Kolbeinn: Getum unnið öll þessi lið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Kolbeinn Sigþórsson segir að það sé engin ástæða til að leggja árar í bát þrátt fyrir 2-0 tap fyrir Hvíta-Rússlandi í Evrópumeistaramótinu í Danmörku í gær.

„Við erum allir drullusvekktir eftir þetta en erum staðráðnir í að vinna næsta leik og Danina í líka. Við verðum bara að koma sterkir til baka,“ sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann er vongóður um framhaldið.

„Við erum með mjög gott lið og við höfum trú á því að við getum unnið öll liðin hérna. Við vorum betri í gær og það gefur okkur kannski sjálfstraust fyrir næstu tvo leiki. Við höfum trú á verkefninu.“

Hann segist hafa sofið vel í nótt en Kolbeinn fékk bestu tækifæri Íslands til að skora í gær. „Ég svaf nú þokkalega sem kom mér nú á óvart. En ég er svekktur út í sjálfan mig að hafa ekki nýtt þessi færi því þetta var vendipunkturinn í leiknum.“

„En svona er fótboltinn. Þetta mun efla mig og ég ætla að vera enn betur á tánum næst þegar ég fæ færi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×