Fótbolti

Tómas Ingi: Er enn vongóður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U-21 landsliðs Íslands, segir að leikjaplan Hvít-Rússa fyrir leikinn gegn Íslandi í dag hafi gengið fullkomnlega upp.

„Það var ekkert sem kom okkur á óvart við þeirra leik. Við vorum búnir að fara vel yfir þeirra lið og þessi vinnusemi og þéttleiki sem þeir sýndu okkur í gær er í takt við það sem þeir hafa verið að gera hingað til,“ sagði Tómas Ingi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Þeirra plan fyrir leikinn gekk algerlega upp. Þeir fóru inn í leikinn til að spila upp á 0-0 og fengu svo bónus. Eftir við missum Aron út af og þeir fá vítið taka þeir yfir í leiknum. Þangað til fannst mér við vera með mjög góða stjórn á leiknum.“

Hann segir að íslenska liðið hafi reynt að sækja sigurinn í leiknum í gær.

„Mér fannst við sækja á þá en hefðum kannski átt að fara meira upp kantana í fyrri hálfleiknum. Mér fannst við reyna að sækja sigurinn og við ætluðum okkur að fá stig úr leiknum. Að því leyti til gekk okkar plan ekki upp en mér fannst við alla vega gefa þessu tækifæri.“

„Ég er enn vongóður. Það er einn leikur búinn og töpuðum við líka fyrsta leiknum í undankeppninni, 2-0, og fórum við samt upp úr honum eins og allir vita. Við erum bjartsýnir á meðan við eigum sénsinn og höldum í þá von sem við eigum.“

„Ég sá Sviss í gær og það er mjög gott lið. Danska liðið líka en mér fannst Svisslendingar betri - þó svo að Danirnir hafi fengið fleiri færi. Þannig að liðin sem fengu færi í gær unnu ekki sína leiki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×