Fótbolti

Englendingar ætla sér sigur í fyrsta leik gegn Spánverjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuart Pearce ætlar sér stóra hluti með enska liðið á U-21 mótinu í Danmörku. Mynd. / Getty Images
Stuart Pearce ætlar sér stóra hluti með enska liðið á U-21 mótinu í Danmörku. Mynd. / Getty Images
Stuart Pearce, knattspyrnustjóri enska U-21 landsliðsins, ætlar sér sigur gegn Spánverjum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Danmörku sem fram fer í kvöld, en bæði liðin leika í B-riðli ásamt Úkraínu og Tékkum.

Pearce telur að enskir geti hæglega unnið Spánverja en sigur í þeim leik myndi leggja grunninn að góðum árangri á mótinu að mati þjálfarns.

„Spænska liðið er virkilega gott en við nálgumst samt sem áður þennan leik eins og alla, við teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er,” sagði Stuart Pearce.

„Við byrjuðum illa fyrir tveimur árum og ég vona að það verði ekki raunin í ár“.

Þjálfarinn ætlar sér ekki að breyta um leikstíl fyrir leikinn gegn Spánverjum í kvöld heldur ætlar hann að halda sig við það sem strákarnir hans þekkja best.

„Ég mun stilla liðinu upp til þess að vinna leikinn og persónulega held ég að það eigi eftir að ganga upp, en þetta verður án efa frábær leikur“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×