Enski boltinn

Arsenal að missa þolinmæðina gagnvart Barcelona

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal segir að forráðamenn Barcelona þurfi að ákveða sig mjög fljótlega hvað þeir ætli sér að gera varðandi Cesc Fabregas.
Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal segir að forráðamenn Barcelona þurfi að ákveða sig mjög fljótlega hvað þeir ætli sér að gera varðandi Cesc Fabregas. AFP
Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal segir að forráðamenn Barcelona þurfi að ákveða sig mjög fljótlega hvað þeir ætli sér að gera varðandi Cesc Fabregas. Sagan endalausa um væntanleg vistaskipti spænska miðjumannsins hefur staðið yfir í nokkur misseri og segir Hill-Wood að spænska meistaraliðið þurfi að gera upp hug sinn áður en tækifærið rennur þeim úr greipum.

Forráðamenn Arsenal vonast til þess að Fabregas verði um kyrrt en þeir hafa einnig sagt að ef rétt kaupverð komi í leikmanninn þá verði það skoðað. Talið er að Arsenal vilji fá um 40 milljónir punda fyrir Fabregas eða sem nemur 7,6 milljörðum kr.

Hill-Wood segir að viðræður Arsenal við Barcelona hafi ekki skilað árangri og enn beri töluvert í milli hvað varðar kaupverðið.

„Þetta mál hefur staðið yfir í eitt og hálft ár, og þeir verða einfaldlega að gera upp hug sinn. Boltinn er hjá þeim, þeir hafa einu sinni lagt fram boð upp á 26 milljónir punda í leikmanninn (5 milljarða kr.), og  annað tilboð frá þeim var lítið hærra.  Þeir verða að greiða rétt verð fyrir leikmanninn ef þeir ætla sér að fá hann. Við teljum okkur vilja fá sanngjarnt verð – ef við miðum okkur við önnur lið. Við erum að missa þolinmæðina og Barcelona þarf að gera upp sinn mjög fljótlega,“ sagði stjórnarformaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×