Enski boltinn

Owen Coyle nær í hægri bakvörð til Bolton - staða Grétars í hættu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í baráttunni við Patrice Evra.
Grétar Rafn Steinsson í baráttunni við Patrice Evra. Mynd/Nordic Photos/Getty
Owen Coyle, stjóri Bolton, er búinn að kaupa tvo leikmenn frá Burnley, þá Chris Eagles og Tyrone Mears, sem báðir spiluðu undir stjórn Coyle þegar hann réði ríkjum hjá Burnley.

Coyle hætti með Burnley árið 2010 og réði sig til Bolton. Hann þarf væntanlega að borga um þrjár milljónir punda fyrir leikmennina en fyrr í vikunni fékk Coyle til liðsins Nigel Reo-Coker á frjálsri sölu frá Aston Villa.

Tyrone Mears er 28 ára hægri bakvörður en fyrir í bakvarðarstöðunni hjá Bolton er einmitt íslenski landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson. Hjá Bolton-liðinu er einnig Sam Ricketts sem leysti Grétar Rafn af á síðustu leiktíð þegar íslenski bakvörðurinn var frá vegna meiðsla eða leikbanna.

Chris Eagles er 25 ára og getur bæði spilað á kantinum eða sem sóknarmiðjumaður. Hann skoraði 11 mörk í 43 leikjum í ensku b-deildinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×