Halldór og Eiki stofna snjóbrettafyrirtæki 28. janúar 2011 21:30 Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum