„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“ Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 20:20 Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira