Ekki miklu breytt þrátt fyrir nýjar reglur 30. nóvember 2011 05:00 Helgileikur í Fossvogsskóla Flestir skólar sem Fréttablaðið ræddi við ætla að halda í gamlar jólahefðir, með smávægilegum breytingum þó. fréttablaðið/gva Grunnskólar í Reykjavík virðast ekki ætla að bregða mikið út af vananum á aðventunni varðandi jólahefðir og kirkjuferðir þetta árið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra skóla til að grennslast fyrir um hvaða áhrif breytingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og trúfélaga í borginni hafa á jólahald. Flestir voru sammála um að ekki yrði miklu breytt; börnin færu áfram í kirkju, sálmar yrðu sungnir og helgileikir yrðu haldnir. Allt er þetta þó partur af jólahefðum og fellur því ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Kirkjuferðir verða þó farnar í fræðsluskyni og börnin munu ekki fara með faðirvorið eða verða látin signa sig í kirkjunni. Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla, segir að farið verði í kirkju í fræðsluskyni en ekkert verði hróflað við hefðum innan skólans. „Við lítum svo á að við fáum lánað húsnæði og ekkert trúboð er í því fólgið. Við munum ekki fara með faðirvorið, engir sálmar verða sungnir og það verður ekkert jólaguðspjall. Ekkert Heims um ból. Við sníðum af þessu sem okkur ber að gera.“ Einnig var rætt við forsvarsmenn Breiðagerðisskóla, Vesturbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Fellaskóla og Laugarnesskóla. Flestir ætluðu að leyfa sálmasöngva í kirkjum, en Vesturbæjarskóli hefur tekið alfarið fyrir kirkjuheimsóknir, eins og í fyrra. Álftamýrarskóli sendir bréf heim til foreldra til að fá samþykki áður en farið er í kirkju.- sv Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Grunnskólar í Reykjavík virðast ekki ætla að bregða mikið út af vananum á aðventunni varðandi jólahefðir og kirkjuferðir þetta árið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra skóla til að grennslast fyrir um hvaða áhrif breytingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og trúfélaga í borginni hafa á jólahald. Flestir voru sammála um að ekki yrði miklu breytt; börnin færu áfram í kirkju, sálmar yrðu sungnir og helgileikir yrðu haldnir. Allt er þetta þó partur af jólahefðum og fellur því ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Kirkjuferðir verða þó farnar í fræðsluskyni og börnin munu ekki fara með faðirvorið eða verða látin signa sig í kirkjunni. Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla, segir að farið verði í kirkju í fræðsluskyni en ekkert verði hróflað við hefðum innan skólans. „Við lítum svo á að við fáum lánað húsnæði og ekkert trúboð er í því fólgið. Við munum ekki fara með faðirvorið, engir sálmar verða sungnir og það verður ekkert jólaguðspjall. Ekkert Heims um ból. Við sníðum af þessu sem okkur ber að gera.“ Einnig var rætt við forsvarsmenn Breiðagerðisskóla, Vesturbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Fellaskóla og Laugarnesskóla. Flestir ætluðu að leyfa sálmasöngva í kirkjum, en Vesturbæjarskóli hefur tekið alfarið fyrir kirkjuheimsóknir, eins og í fyrra. Álftamýrarskóli sendir bréf heim til foreldra til að fá samþykki áður en farið er í kirkju.- sv
Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira