Erlent

Héldu herstöð í átján stundir

Pakistanskur hermaður í herstöðinni í Karachi.
nordicphotos/AFP
Pakistanskur hermaður í herstöðinni í Karachi. nordicphotos/AFP
Pakistanski herinn náði aftur á sitt vald í gær eigin herstöð í borginni Karachi eftir að hópur talibana hafði haft hana á valdi sínu í 18 klukkutíma.

Talibanarnir, sem líklega voru ekki nema sex í allt, réðust á herstöðina seint á sunnudagskvöld, eyðilögðu að minnsta kosti tvær herþotur og drápu tíu manns.

Að minnsta kosti fjórir árásarmannanna féllu um síðir í átökum við herinn, en svo virðist sem tveir hafi komist undan.

Þetta er þriðja árás talibana í Pakistan síðan bandarískir sérsveitarmenn réðust inn á felustað Osama bin Laden og drápu hann.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×