Fótbolti

Þjálfari Hvít-Rússa: Þeir eru eins og ættingjar mínir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Georgi Kondratyev með EM-bikarinn þegar dregið var í riðla.
Georgi Kondratyev með EM-bikarinn þegar dregið var í riðla. Nordic Photos / Getty Images
Hvít-Rússar komu til Árósa á miðvikudaginn en þar munu þeir hafa aðsetur meðan á mótinu stendur. Hvít-Rússar hafa verið í æfingabúðum í Þýskalandi, þar sem þeir unnu 8-0 og 8-1 sigra á áhugamannaliðum.

Georgi Kondratyev, þjálfari Hvít-Rússa, segist þekkja mótherja liðsins í riðlinum vel. „Þeir eru orðnir eins og ættingjar mínir því ég veit allt um þá," sagði Kondratyev í viðtali á UEFA-síðunni. Fyrsti leikur Hvít-Rússa er einmitt á móti Íslandi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×