Fótbolti

Kolbeinn vaknaði hitalaus í morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Daníel
Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir að hafa legið upp í rúmi með 39 stiga hita í gær. Hann er hitalaus en verður þó ekki með á æfingu U-21 landsliðsins nú fyrir hádegi.

Kolbeinn hefur þó heilsu til að fylgjast með æfingunni og er það vonandi góðs viti fyrir leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi á morgun.

Kolbeinn var í byrjunarliði A-liðs Íslands gegn Danmörku um helgina en veiktist eftir komuna til Danmerkur þar sem að EM U-21 liða hefst nú um helgina.

Gylfi Þór Sigurðsson veiktist á miðvikudaginn en hristi það fljótt af sér og gat æft með liðinu í gær.

Landsliðið æfir tvisvar í dag, klukkan 11.00 og 17.00 að staðartíma hér í Álaborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×