Fótbolti

Breyting á leikmannahópi Dana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Keld Bordinggaard þjálfari Dana með bikarinn góða
Keld Bordinggaard þjálfari Dana með bikarinn góða Mynd/Getty Images
Keld Bordinggaard, þjálfari U-21 liðs Dana, hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir EM sem hefst í Danmörku á morgun.

Sóknarmaðurinn Sören Frederiksen á við meiðsli að stríða en Bordinggaard ákvað engu að síður að kalla á varnarmann í hans stað, Frederik Sörensen.

Sörensen er nítján ára gamall leikmaður sem var lánaður frá Lyngby til Juventus á Ítalíu á síðari hluta síðasta tímabils. Alls lék hann í sautján leikjum með Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni.

Frederiksen leikur með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni en hann er með slitið krossband og verður því lengi frá.

 

Breyting á leikmannahópi Dana

 

Keld Bordinggaard, þjálfari U-21 liðs Dana, hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir EM sem hefst í Danmörku á morgun.

 

Sóknarmaðurinn Sören Frederiksen á við meiðsli að stríða en Bordinggaard ákvað engu að síður að kalla á varnarmann í hans stað, Frederik Sörensen.

 

Sörensen er nítján ára gamall leikmaður sem var lánaður frá Lyngby til Juventus á Ítalíu á síðari hluta síðasta tímabils. Alls lék hann í sautján leikjum með Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni.

 

Frederiksen leikur með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni en hann er með slitið krossband og verður því lengi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×