Innlent

Erill hjá björgunarsveitum um helgina

Björgunarsveitarmenn komu með erlendan ferðamann til byggða í Hveragerði um kvöldmatarleitið eftir nokkurra klukkustunda björgunarleiðangur í Reykjadal, ofan við Hveragerði.

Hann hafði fallið þar á göngu og var hann fluttur á slysadeild Landsspítalans, en mun ekki vera alvarlega slasaður.

Töluverður erill var hjá björugnarsveitum um helgina við að aðstoða ferðalanga í föstum bílum víða um land og hvetur Landsbjörg ökumenn til að leggja ekki í hann í tvísýnu veðri á illa búnum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×