Jón Bjarna segist njóta fulls trausts 28. nóvember 2011 12:20 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist njóta fulls trausts Steingríms J. Sigfússonar til að vera áfram í ríkisstjórninni. Þá segist hann gera ráð fyrir að njóta trausts forsætisráðherra þó hún hafi gagnrýnt störf hans. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að Jón Bjarnason hefði stundað óboðleg vinnubrögð með því að vinna að nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða án vitneskju ríkisstjórnarinnar. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum og þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu,“ sagði forsætisráðherra. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan eitt í dag og Jón Bjarnason mun þurfa að gefa þar skýringar á framgöngu sinni, en hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði frumvarpið sem birtist á vef ráðuneytis hans á laugardag aðeins vinnuskjöl sem gætu orðið umræðugrundvöllur. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að það ráðist af svörum ráðherrans á þingflokksfundinum í dag hvort honum verði áram sætt í ríkisstjórninni. Jón Bjarnason segist enn njóta trausts Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir að njóta trausts hennar þó hún hafi gagnrýnt mín vinnubrögð. Það hefur heyrst um ýmsa aðra ráðherra," segir Jón. Hann segir að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði til umræðu á þingflokksfundi Vinstri grænna á eftir. „Við ræðum þau mál eins og öll önnur og staða ESB-mála verður sjálfsagt líka rædd, en þau mál eru kannski stærri um þessar mundir." Nýtur þú enn trausts Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns VG? „Já, drottinn minn dýri, ég er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,“ segir Jón, en hann segist hafa rætt við Steingrím í gærkvöldi og að hann njóti fulls trausts hans til að gegna áfram ráðherraembætti. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist njóta fulls trausts Steingríms J. Sigfússonar til að vera áfram í ríkisstjórninni. Þá segist hann gera ráð fyrir að njóta trausts forsætisráðherra þó hún hafi gagnrýnt störf hans. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að Jón Bjarnason hefði stundað óboðleg vinnubrögð með því að vinna að nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða án vitneskju ríkisstjórnarinnar. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum og þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu,“ sagði forsætisráðherra. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan eitt í dag og Jón Bjarnason mun þurfa að gefa þar skýringar á framgöngu sinni, en hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði frumvarpið sem birtist á vef ráðuneytis hans á laugardag aðeins vinnuskjöl sem gætu orðið umræðugrundvöllur. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að það ráðist af svörum ráðherrans á þingflokksfundinum í dag hvort honum verði áram sætt í ríkisstjórninni. Jón Bjarnason segist enn njóta trausts Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir að njóta trausts hennar þó hún hafi gagnrýnt mín vinnubrögð. Það hefur heyrst um ýmsa aðra ráðherra," segir Jón. Hann segir að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði til umræðu á þingflokksfundi Vinstri grænna á eftir. „Við ræðum þau mál eins og öll önnur og staða ESB-mála verður sjálfsagt líka rædd, en þau mál eru kannski stærri um þessar mundir." Nýtur þú enn trausts Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns VG? „Já, drottinn minn dýri, ég er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,“ segir Jón, en hann segist hafa rætt við Steingrím í gærkvöldi og að hann njóti fulls trausts hans til að gegna áfram ráðherraembætti. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels