Innlent

Athvarf fyrir asna sótt heim

Skammt vestur af Malaga á suðurströnd Spánar, í bænum Nerja, er athvarf fyrir asna sem eru gamlir eða hafa sætt illri meðferð. Stefán Karlsson ljósmyndari Fréttablaðsins sótti athvarfið heim síðasta sumar og heillaðist af þessu óvenjulega heilsuhæli þar sem dýr eiga öruggt skjól.

Þó að athvarfið sé aðallega hugsað fyrir asna, múlasna og hesta er fleiri dýrategundir að finna í Nerja-hælinu. Ókeypis er að skoða athvarfið en gestir geta keypt fötu með fóðri og styrkt athvarfið um leið. Síðan athvarfið var sett á laggirnar árið 2004 hefur hundruðum dýra verið fundið skjól í Nerja.

Mynd/Stefán Karlsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×