Sjómenn hafna frumvarpi 26. ágúst 2011 04:00 Umsagnir hagsmunaaðila um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á kvótakerfinu hafa flestar verið neikvæðar, en af mjög mismunandi ástæðum.Fréttablaðið/GVA Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira