Syngur um ást og reiði 8. september 2011 10:00 Þriðja sólóplata ensku tónlistarkonunnar Lauru Marling, A Creature I Don"t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tónlistina nu-folk. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gefur enska söngkonan og lagahöfundurinn Laura Marling út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don’t Know, eftir helgi. Tónlist Marling á sér rætur í breskri og amerískri þjóðlagatónlist og hefur hún verið nefnd í sömu andrá og Crosby, Stills and Nash, Joni Mitchell, Neil Young og Leonard Cohen. Marling fæddist í Hampshire á Englandi 1990 og lærði snemma á gítar. Pabbi hennar, sem rekur hljóðver, kynnti hana fyrir þjóðlagatónlist og kenndi henni á gítar. Sextán ára flutti Marling til London og kynntist hljómsveitum á borð við Noah and the Whale og Mumford & Sons, sem báðar spila melódískt þjóðlagapopp. Breska pressan var ekki lengi að setja stimpil á þessa nýju hreyfingu og kallaði hana „nu-folk“, heiti sem Marling er ekki hrifin af. Fyrsta plata hennar, Alas, I Cannot Swim, kom út þegar Marling var aðeins átján ára og fékk hún tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata, I Speak Because I Can, kom út í fyrra. Upptökustjóri var Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon, Ryan Adams og Ray Lamontagne. Hljómurinn var þroskaðri en á frumburðinum og textarnir voru vandaðri og fjölluðu um ábyrgðina sem fylgir því að vera kona. Platan náði fjórða sæti á breska breiðskífulistanum og aftur var Marling tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Fyrr á þessu ári vann hún svo Brit-verðlaunin sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn þrátt fyrir að tónlist hennar væri staðsett langt frá meginstraums vinsældapoppinu. Á nýju plötunni syngur Marling um ást, reiði, fjölskyldu, engla og djöfla og hlutverk kvenna. Lagið Sophia fjallar um samnefnda forna vísdómsgyðju og Salinas fjallar um móðurhlutverkið. Marling fékk innblásturinn að því lagi eftir að hafa lesið um rithöfundinn John Steinbeck. Gagnrýnendur eru hrifnir af plötunni, segja útsetningarnar viðameiri en áður og margir telja hana þá bestu til þessa, þar á meðal breska tímaritið Q sem gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Marling fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Norður-Ameríku og Bretland á næstunni, þar sem kassagítarinn verður að sjálfsögðu með í för. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þriðja sólóplata ensku tónlistarkonunnar Lauru Marling, A Creature I Don"t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tónlistina nu-folk. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gefur enska söngkonan og lagahöfundurinn Laura Marling út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don’t Know, eftir helgi. Tónlist Marling á sér rætur í breskri og amerískri þjóðlagatónlist og hefur hún verið nefnd í sömu andrá og Crosby, Stills and Nash, Joni Mitchell, Neil Young og Leonard Cohen. Marling fæddist í Hampshire á Englandi 1990 og lærði snemma á gítar. Pabbi hennar, sem rekur hljóðver, kynnti hana fyrir þjóðlagatónlist og kenndi henni á gítar. Sextán ára flutti Marling til London og kynntist hljómsveitum á borð við Noah and the Whale og Mumford & Sons, sem báðar spila melódískt þjóðlagapopp. Breska pressan var ekki lengi að setja stimpil á þessa nýju hreyfingu og kallaði hana „nu-folk“, heiti sem Marling er ekki hrifin af. Fyrsta plata hennar, Alas, I Cannot Swim, kom út þegar Marling var aðeins átján ára og fékk hún tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata, I Speak Because I Can, kom út í fyrra. Upptökustjóri var Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon, Ryan Adams og Ray Lamontagne. Hljómurinn var þroskaðri en á frumburðinum og textarnir voru vandaðri og fjölluðu um ábyrgðina sem fylgir því að vera kona. Platan náði fjórða sæti á breska breiðskífulistanum og aftur var Marling tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Fyrr á þessu ári vann hún svo Brit-verðlaunin sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn þrátt fyrir að tónlist hennar væri staðsett langt frá meginstraums vinsældapoppinu. Á nýju plötunni syngur Marling um ást, reiði, fjölskyldu, engla og djöfla og hlutverk kvenna. Lagið Sophia fjallar um samnefnda forna vísdómsgyðju og Salinas fjallar um móðurhlutverkið. Marling fékk innblásturinn að því lagi eftir að hafa lesið um rithöfundinn John Steinbeck. Gagnrýnendur eru hrifnir af plötunni, segja útsetningarnar viðameiri en áður og margir telja hana þá bestu til þessa, þar á meðal breska tímaritið Q sem gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Marling fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Norður-Ameríku og Bretland á næstunni, þar sem kassagítarinn verður að sjálfsögðu með í för. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“