Ekki gengið að breyta launum handhafa 17. mars 2011 04:30 forsetinn og einn handhafa Jóhanna Sigurðardóttir sækir ekki bara stjórnarmyndunarumboð til forseta, heldur gegnir sem forsætisráðherra starfi handhafa forsetavalds ásamt forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar.Fréttablaðið/Anton Þó að laun forsetans hafi lækkað í ársbyrjun 2009 hafa laun handhafa forsetavalds haldist óbreytt fram að þessu. Sjaldgæft er að handhafarnir þurfi að sinna því starfi en þeir deila þó með sér forsetalaunum í fjarveru forseta. Þingmenn hafa tvívegis á nokkrum árum reynt að breyta þessu en ekki haft erindi sem erfiði. Í stjórnarskrá Íslands er kveðið á um að forfallist forsetinn sökum veikinda eða „vegna dvalar erlendis“ skuli þrír einstaklingar fara með forsetavald þar til forsetinn er kominn til starfa á ný. Handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Í stjórnarskránni segir einnig að ákveða skuli með lögum greiðslur til forseta og þeirra sem fari með forsetavald þegar hann forfallist. Vegna þessa skipta þremenningarnir með sér jafngildi launa forsetans í hvert skipti sem hann fer af landi brott. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um undanfarið eru ferðadagarnir ófáir og laun handhafanna því veruleg. Fengu 1,6 milljónir í fyrra Á síðasta ári fengu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar um 1,6 milljónir króna hver í launauppbót sem handhafar forsetavalds. Fyrir hvern dag sem forsetinn dvelur erlendis hafa þremenningarnir fengið 20 þúsund krónur. Þó að handhafarnir fari með forsetavald þegar forsetinn er ekki á landinu er ekki hægt að segja að sá starfi auki mikið álagið á þessa önnum köfnu embættismenn. Þeir sinna ekki móttökum eða öðrum hefðbundnum störfum forsetans, og aðeins í undantekningartilvikum taka þeir að sér að undirrita lög. Yfirleitt er forsetinn á landinu þegar ný lög berast eða lögin látin bíða þar til forsetinn hefur snúið aftur, enda eru ferðirnar flestar styttri í dag en þegar sigla þurfti utan. Kjararáð ákveður laun forseta Íslands, og samkvæmt stjórnarskrá má ekki lækka launin á miðju kjörtímabili. Samkvæmt nýjustu ákvörðun kjararáðs eru laun forseta Íslands um 1,8 milljónir króna og eru þau skattlögð eins og laun annarra, ólíkt því sem áður var. Eftir hrun var ákveðið að lækka laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, óskaði í lok árs 2008 eftir því að laun hans lækkuðu um fimmtán prósent, um sama hlutfall og laun forsætisráðherra. Kjararáð taldi óheimilt að lækka launin, með vísan í stjórnarskrá. Forsetinn óskaði því eftir því að útborguð laun yrðu lækkuð, og fékk í gegn lækkun launa í 1,5 milljónir króna í byrjun árs 2009. Þrátt fyrir þessa launalækkun héldust laun handhafa forsetavalds óbreytt. Þrátt fyrir að mikið væri fjallað um ákvörðun forseta óskuðu handhafarnir ekki eftir því að sama gilti um þeirra laun. Af bréfaskriftum sem farið hafa milli embættis forsetans og Fjársýslu ríkisins, sem sér um að borga bæði forseta og handhöfunum, má ráða að bæði embætti forseta og handhafarnir hafi litið svo á að laun þeirra ættu að miðast við útborguð laun forseta. Jóhanna óskaði eftir lækkun Þessu eru sérfræðingar Fjársýslunnar og fjármálaráðuneytisins ósammála. Þar er litið svo á að laun handhafa miðist við laun forseta samkvæmt úrskurði kjararáðs og óheimilt sé að skerða þau laun nema handhafarnir óski eftir því með sama hætti og forsetinn gerði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur eftir umfjöllun Fréttablaðsins óskað eftir slíkri launalækkun. Hún fær því hér eftir 17 þúsund krónur fyrir hvern ferðadag forseta, ekki 20 þúsund eins og áður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, eða Ingibjörgu Benediktsdóttur, forseta Hæstaréttar, til að kanna hvort þær hyggist fara fram á sambærilega lækkun á greiðslum. Þessar greiðslur hafa verið þingmönnum og jafnvel ráðherrum þyrnir í augum. Þannig sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í júní 2009, skömmu eftir að hún varð forsætisráðherra, að greiðslurnar væru mjög „2007“. Í kjölfarið lögðu þingmenn úr efnahags- og skattanefnd fram frumvarp þar sem lagt var til að greiðslur til handhafa forsetavalds yrðu lækkaðar um 80 prósent. Hefði það frumvarp orðið að lögum hefðu handhafarnir deilt með sér fimmtungi af launum forseta í hans fjarveru. En frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það fór í gegnum fyrstu umræðu og aftur til efnahags- og skattanefndar. Þar dagaði það uppi. Á þingi voru raunar efasemdir um að lækka mætti laun handhafa forsetavalds. Í 9. grein stjórnarskrárinnar segir: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.“ Það túlkuðu einhverjir þannig að óheimilt væri að lækka laun forseta og handhafa forsetavalds. Vildu afnema greiðslurnar Þetta var ekki eina tilraunin til að lækka þessar greiðslur til embættismannanna þriggja. Árið 2007 lögðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar, þau Ellert B. Schram, Katrín Júlíusdóttir og Gunnar Svavarsson, fram frumvarp þar sem lagt var til að orðalagi stjórnarskrár um handhafa forsetavalds yrði breytt. Þingmennirnir vildu nema úr stjórnarskrá ákvæði um að handhafarnir eigi að gegna störfum forseta þegar hann er erlendis. Hefði það orðið að lögum hefðu handhafarnir aðeins þurft að vera til taks forfallaðist forsetinn sökum sjúkleika. Í greinargerð með tillögunni sagði meðal annars: „Það fyrirkomulag að þrír aðrir einstaklingar gegni starfi forseta Íslands þótt hann bregði sér „á milli bæja“ er óþarfi. Og raunar einsdæmi. Það er þar að auki barn síns tíma. Forsetinn er áfram forseti þótt hann sé erlendis.“ Sú tillaga þingmannanna hlaut ekki náð fyrir augum þingsins, þótt fáir yrðu til þess að andmæla tillögunni efnislega. Í umræðum á Alþingi sögðu sumir þingmenn, til dæmis Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, að skoða þyrfti fleiri atriði varðandi embætti forseta í stjórnarskrá en eingöngu hlutverk handhafanna. Tillögunni var því vísað til stjórnarskrárnefndar, þar sem hún dagaði uppi. Fréttir Forseti Íslands Alþingi Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þó að laun forsetans hafi lækkað í ársbyrjun 2009 hafa laun handhafa forsetavalds haldist óbreytt fram að þessu. Sjaldgæft er að handhafarnir þurfi að sinna því starfi en þeir deila þó með sér forsetalaunum í fjarveru forseta. Þingmenn hafa tvívegis á nokkrum árum reynt að breyta þessu en ekki haft erindi sem erfiði. Í stjórnarskrá Íslands er kveðið á um að forfallist forsetinn sökum veikinda eða „vegna dvalar erlendis“ skuli þrír einstaklingar fara með forsetavald þar til forsetinn er kominn til starfa á ný. Handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Í stjórnarskránni segir einnig að ákveða skuli með lögum greiðslur til forseta og þeirra sem fari með forsetavald þegar hann forfallist. Vegna þessa skipta þremenningarnir með sér jafngildi launa forsetans í hvert skipti sem hann fer af landi brott. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um undanfarið eru ferðadagarnir ófáir og laun handhafanna því veruleg. Fengu 1,6 milljónir í fyrra Á síðasta ári fengu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar um 1,6 milljónir króna hver í launauppbót sem handhafar forsetavalds. Fyrir hvern dag sem forsetinn dvelur erlendis hafa þremenningarnir fengið 20 þúsund krónur. Þó að handhafarnir fari með forsetavald þegar forsetinn er ekki á landinu er ekki hægt að segja að sá starfi auki mikið álagið á þessa önnum köfnu embættismenn. Þeir sinna ekki móttökum eða öðrum hefðbundnum störfum forsetans, og aðeins í undantekningartilvikum taka þeir að sér að undirrita lög. Yfirleitt er forsetinn á landinu þegar ný lög berast eða lögin látin bíða þar til forsetinn hefur snúið aftur, enda eru ferðirnar flestar styttri í dag en þegar sigla þurfti utan. Kjararáð ákveður laun forseta Íslands, og samkvæmt stjórnarskrá má ekki lækka launin á miðju kjörtímabili. Samkvæmt nýjustu ákvörðun kjararáðs eru laun forseta Íslands um 1,8 milljónir króna og eru þau skattlögð eins og laun annarra, ólíkt því sem áður var. Eftir hrun var ákveðið að lækka laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, óskaði í lok árs 2008 eftir því að laun hans lækkuðu um fimmtán prósent, um sama hlutfall og laun forsætisráðherra. Kjararáð taldi óheimilt að lækka launin, með vísan í stjórnarskrá. Forsetinn óskaði því eftir því að útborguð laun yrðu lækkuð, og fékk í gegn lækkun launa í 1,5 milljónir króna í byrjun árs 2009. Þrátt fyrir þessa launalækkun héldust laun handhafa forsetavalds óbreytt. Þrátt fyrir að mikið væri fjallað um ákvörðun forseta óskuðu handhafarnir ekki eftir því að sama gilti um þeirra laun. Af bréfaskriftum sem farið hafa milli embættis forsetans og Fjársýslu ríkisins, sem sér um að borga bæði forseta og handhöfunum, má ráða að bæði embætti forseta og handhafarnir hafi litið svo á að laun þeirra ættu að miðast við útborguð laun forseta. Jóhanna óskaði eftir lækkun Þessu eru sérfræðingar Fjársýslunnar og fjármálaráðuneytisins ósammála. Þar er litið svo á að laun handhafa miðist við laun forseta samkvæmt úrskurði kjararáðs og óheimilt sé að skerða þau laun nema handhafarnir óski eftir því með sama hætti og forsetinn gerði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur eftir umfjöllun Fréttablaðsins óskað eftir slíkri launalækkun. Hún fær því hér eftir 17 þúsund krónur fyrir hvern ferðadag forseta, ekki 20 þúsund eins og áður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, eða Ingibjörgu Benediktsdóttur, forseta Hæstaréttar, til að kanna hvort þær hyggist fara fram á sambærilega lækkun á greiðslum. Þessar greiðslur hafa verið þingmönnum og jafnvel ráðherrum þyrnir í augum. Þannig sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í júní 2009, skömmu eftir að hún varð forsætisráðherra, að greiðslurnar væru mjög „2007“. Í kjölfarið lögðu þingmenn úr efnahags- og skattanefnd fram frumvarp þar sem lagt var til að greiðslur til handhafa forsetavalds yrðu lækkaðar um 80 prósent. Hefði það frumvarp orðið að lögum hefðu handhafarnir deilt með sér fimmtungi af launum forseta í hans fjarveru. En frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það fór í gegnum fyrstu umræðu og aftur til efnahags- og skattanefndar. Þar dagaði það uppi. Á þingi voru raunar efasemdir um að lækka mætti laun handhafa forsetavalds. Í 9. grein stjórnarskrárinnar segir: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.“ Það túlkuðu einhverjir þannig að óheimilt væri að lækka laun forseta og handhafa forsetavalds. Vildu afnema greiðslurnar Þetta var ekki eina tilraunin til að lækka þessar greiðslur til embættismannanna þriggja. Árið 2007 lögðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar, þau Ellert B. Schram, Katrín Júlíusdóttir og Gunnar Svavarsson, fram frumvarp þar sem lagt var til að orðalagi stjórnarskrár um handhafa forsetavalds yrði breytt. Þingmennirnir vildu nema úr stjórnarskrá ákvæði um að handhafarnir eigi að gegna störfum forseta þegar hann er erlendis. Hefði það orðið að lögum hefðu handhafarnir aðeins þurft að vera til taks forfallaðist forsetinn sökum sjúkleika. Í greinargerð með tillögunni sagði meðal annars: „Það fyrirkomulag að þrír aðrir einstaklingar gegni starfi forseta Íslands þótt hann bregði sér „á milli bæja“ er óþarfi. Og raunar einsdæmi. Það er þar að auki barn síns tíma. Forsetinn er áfram forseti þótt hann sé erlendis.“ Sú tillaga þingmannanna hlaut ekki náð fyrir augum þingsins, þótt fáir yrðu til þess að andmæla tillögunni efnislega. Í umræðum á Alþingi sögðu sumir þingmenn, til dæmis Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, að skoða þyrfti fleiri atriði varðandi embætti forseta í stjórnarskrá en eingöngu hlutverk handhafanna. Tillögunni var því vísað til stjórnarskrárnefndar, þar sem hún dagaði uppi.
Fréttir Forseti Íslands Alþingi Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira