Íslenskri hönnun stolið 10. febrúar 2011 21:00 Friðgerður segir erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Á tölvuskjánum sjást Ashton Kutcher og Demi Moore fyrir framan umræddan vegg í Sao Paulo. Mynd/GVA Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira