Íslenskri hönnun stolið 10. febrúar 2011 21:00 Friðgerður segir erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Á tölvuskjánum sjást Ashton Kutcher og Demi Moore fyrir framan umræddan vegg í Sao Paulo. Mynd/GVA Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira