María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja Þrastardóttir. „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. Þar gagnrýndi hann aðferðir Stóru systur gegn vændiskaupendum. María Lilja svaraði honum á heimsíðunni Innihald.is og skrifaði meðal annars: „Ég rak augun í pistil þinn Davíð Þór um aðgerðir neðanjarðarhreyfingarinnar Stóru systur og hugsaði með mér, ónei hér er enn ein manneskjan sem misskilur gjörsamlega vændi og afleiðingar þess, enda kannski ekki svo skrýtið komandi frá gömlum ritstjóra klámbæklings, þar sem líkamar kvenna voru hlutgerðir og settir upp sem söluvara.“ Davíð tekur því óstinnt upp að vera sakaður um að hafa ritstýrt klámbæklingi og bendir Maríu Lilju á það á heimasíðu sinni að lögreglan hafi tvívegis rannsakað það einmitt hvort um klámbækling hefði verið að ræða, þegar hann ritstýrði Bleikt og blátt. Í bæði skiptin var rannsókn hætt. Davíð hótar því að lögsækja Maríu Lilju fyrir meiðyrði dragi hún ekki orð sín til baka og biðji afsökunar. Þegar Vísir hafði samband við Maríu sagðist hún ekki vilja tjá sig efnislega um málið þar sem hún ætlar sér að birta pistil um það í hádeginu á sama vefsvæði og fyrri pistillinn birtist. Hún vildi ekkert um það segja hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar á orðum sínum heldur. Spurð hvað henni fyndist um gagnrýnina á framtak stóru systranna, svaraði María Lilja því til að það sem hún hefði lesið væri ekki mjög málefnalegt. „Orðræðan og athyglin hefur farið á vitlausan stað. Hún snýst ekki um vændi eins og hún ætti að gera, heldur aðferðina,“ segir María Lilja. Aðspurð hvort það séu ekki eðlileg viðbrögð þegar umdeild meðöl eru notuð, svarar María Lilja: „Það virðist vera þannig.“ Hún segir gagnrýnina þó réttmæta, svo lengi sem hún sé málefnaleg. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa pistil Davíðs hér. Svo má lesa svar Maríu hér og grein Davíðs, þar sem hann hótar lögsókn, hér. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
„Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. Þar gagnrýndi hann aðferðir Stóru systur gegn vændiskaupendum. María Lilja svaraði honum á heimsíðunni Innihald.is og skrifaði meðal annars: „Ég rak augun í pistil þinn Davíð Þór um aðgerðir neðanjarðarhreyfingarinnar Stóru systur og hugsaði með mér, ónei hér er enn ein manneskjan sem misskilur gjörsamlega vændi og afleiðingar þess, enda kannski ekki svo skrýtið komandi frá gömlum ritstjóra klámbæklings, þar sem líkamar kvenna voru hlutgerðir og settir upp sem söluvara.“ Davíð tekur því óstinnt upp að vera sakaður um að hafa ritstýrt klámbæklingi og bendir Maríu Lilju á það á heimasíðu sinni að lögreglan hafi tvívegis rannsakað það einmitt hvort um klámbækling hefði verið að ræða, þegar hann ritstýrði Bleikt og blátt. Í bæði skiptin var rannsókn hætt. Davíð hótar því að lögsækja Maríu Lilju fyrir meiðyrði dragi hún ekki orð sín til baka og biðji afsökunar. Þegar Vísir hafði samband við Maríu sagðist hún ekki vilja tjá sig efnislega um málið þar sem hún ætlar sér að birta pistil um það í hádeginu á sama vefsvæði og fyrri pistillinn birtist. Hún vildi ekkert um það segja hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar á orðum sínum heldur. Spurð hvað henni fyndist um gagnrýnina á framtak stóru systranna, svaraði María Lilja því til að það sem hún hefði lesið væri ekki mjög málefnalegt. „Orðræðan og athyglin hefur farið á vitlausan stað. Hún snýst ekki um vændi eins og hún ætti að gera, heldur aðferðina,“ segir María Lilja. Aðspurð hvort það séu ekki eðlileg viðbrögð þegar umdeild meðöl eru notuð, svarar María Lilja: „Það virðist vera þannig.“ Hún segir gagnrýnina þó réttmæta, svo lengi sem hún sé málefnaleg. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa pistil Davíðs hér. Svo má lesa svar Maríu hér og grein Davíðs, þar sem hann hótar lögsókn, hér.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira