María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna 1. nóvember 2011 14:13 Hart tekist á. Nú er spurningin hvort Davíð Þór stefni Maríu Lilju fyrir meiðyrði. "Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt "hlutgert" konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik," skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. Þar svarar hún pistli Davíðs Þórs Jónssonar, sem hótaði að lögsækja hana fyrir meiðyrði vegna pistils sem hún skrifaði á dögunum og var andsvar við grein sem Davíð skrifaði og birti í Fréttablaðinu um helgina. Þar vildi Davíð Þór meina að María Lilja hefði vegið alvarlega að æru sinni, meðal annars með því að kalla Bleikt og blátt, sem Davíð ritstýrði fyrir um áratug síðan, klámbækling. Hann gaf henni þrjá sólarhringa til þess að biðjast afsökunar á nokkrum ummælum sem hann taldi upp í færslu sinni. Nú er svarið komið; og María Lilja er ekki á þeim buxunum að biðjast afsökunar. Ástæðan fyrir deilunni er hörð gagnrýni Davíðs gagnvart aðferðum stóru systranna til þess að safna nöfnum meintra vændiskaupenda, og koma þeim til lögreglunnar. María Lilja segir meðal annars í pistli sínum að „Gildisdómar njóta aukinnar verndar umfram ósannaðar staðreyndir. Í gildisdómi felst mat á staðreyndum en ekki miðlun staðreynda og mat hlýtur alltaf að vera huglægt og hljótum við að vera sammála um það að engin yfirvöld geta stýrt huglægu mati manna." Hún bætir svo við: Að mati Mannréttindadómstólsins er kröfum um sannanir fyrir gildisdómum ekki hægt að fullnægja. Dómstólinn hefur því talið það óheimila skerðingu á tjáningarfrelsi að refsa manni fyrir meiðandi gildisdóma á þeirri forsendu að sannleiksgildi ummæla hans hafi ekki verið staðreynd." María Lilja segir það löngum þekkt hér á Íslandi „að stórkarlar eins og Ásgeir Davíðsson (kenndur við Goldfinger), og sjálfur Ólafur heitinn Skúlason hafi notað þessa meiðyrðalöggjöf sér í vil þegar kemur að ærumeiðingum snarbrjálaðra kvenna sem voguðu sér að skilgreina þá sem klámdólga og/eða dóna." Hún spyr svo: „Finnst þér þetta eftirsóknarverður hópur að líkjast?" Hægt er að lesa pistil Maríu Lilju í heild sinni hér. Svo má nálgast fyrri pistla og forsögu í grein í viðhengi. Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
"Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt "hlutgert" konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik," skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. Þar svarar hún pistli Davíðs Þórs Jónssonar, sem hótaði að lögsækja hana fyrir meiðyrði vegna pistils sem hún skrifaði á dögunum og var andsvar við grein sem Davíð skrifaði og birti í Fréttablaðinu um helgina. Þar vildi Davíð Þór meina að María Lilja hefði vegið alvarlega að æru sinni, meðal annars með því að kalla Bleikt og blátt, sem Davíð ritstýrði fyrir um áratug síðan, klámbækling. Hann gaf henni þrjá sólarhringa til þess að biðjast afsökunar á nokkrum ummælum sem hann taldi upp í færslu sinni. Nú er svarið komið; og María Lilja er ekki á þeim buxunum að biðjast afsökunar. Ástæðan fyrir deilunni er hörð gagnrýni Davíðs gagnvart aðferðum stóru systranna til þess að safna nöfnum meintra vændiskaupenda, og koma þeim til lögreglunnar. María Lilja segir meðal annars í pistli sínum að „Gildisdómar njóta aukinnar verndar umfram ósannaðar staðreyndir. Í gildisdómi felst mat á staðreyndum en ekki miðlun staðreynda og mat hlýtur alltaf að vera huglægt og hljótum við að vera sammála um það að engin yfirvöld geta stýrt huglægu mati manna." Hún bætir svo við: Að mati Mannréttindadómstólsins er kröfum um sannanir fyrir gildisdómum ekki hægt að fullnægja. Dómstólinn hefur því talið það óheimila skerðingu á tjáningarfrelsi að refsa manni fyrir meiðandi gildisdóma á þeirri forsendu að sannleiksgildi ummæla hans hafi ekki verið staðreynd." María Lilja segir það löngum þekkt hér á Íslandi „að stórkarlar eins og Ásgeir Davíðsson (kenndur við Goldfinger), og sjálfur Ólafur heitinn Skúlason hafi notað þessa meiðyrðalöggjöf sér í vil þegar kemur að ærumeiðingum snarbrjálaðra kvenna sem voguðu sér að skilgreina þá sem klámdólga og/eða dóna." Hún spyr svo: „Finnst þér þetta eftirsóknarverður hópur að líkjast?" Hægt er að lesa pistil Maríu Lilju í heild sinni hér. Svo má nálgast fyrri pistla og forsögu í grein í viðhengi.
Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28