Atkvæðagreiðsla um Icesave - bein útsending á Vísi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2011 13:09 Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Búist er við að Alþingi afgreiði í dag sem lög frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga. Bein útsending verður frá atkvæðagreiðslunni hér á Vísi. Hægt verður að sjá hana með því að smella hér. Þriðja umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna nýrra Icesave-samninga hófst í gær á Alþingi. Þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur í dag en búist er við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög í dag með nokkrum meirihluta en auk flestra stjórnarþingmanna styður meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samningana, en stjórnarandstaðan átti sinn fulltrúa í nýju samninganefndinni og þá lögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar áherslu á að Lee Bucheitt veitti nefndinni forystu sem varð á endanum niðurstaðan. Ljóst er að enn er mikil andstaða við málið meðal almennings þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis að hinir nýju samningar séu umtalsvert betri en þeir eldri. Laust fyrir hádegi höfðu tæplega þrjátíu þúsund manns skráð sig á undirskriftalista á vefsíðunni kjósum.is til að hvetja forseta Íslands til að synja frumvarpi vegna samninganna staðfestingar verði það að lögum. Þetta er svipaður fjöldi og skráði sig á lista gegn fjölmiðlalögunum sumarið 2004, en þá synjaði forsetinn lögunum staðfestingar eftir að um þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun þess efnis. Rúmlega fimmtíu þúsund manns skráðu sig á síðasta ári á undirskriftalista InDefence hópsins gegn síðustu Icesave-samningum en forsetinn varð þá við áskoruninni og beitti synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti í sinni embættistíð. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Búist er við að Alþingi afgreiði í dag sem lög frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga. Bein útsending verður frá atkvæðagreiðslunni hér á Vísi. Hægt verður að sjá hana með því að smella hér. Þriðja umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna nýrra Icesave-samninga hófst í gær á Alþingi. Þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur í dag en búist er við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög í dag með nokkrum meirihluta en auk flestra stjórnarþingmanna styður meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samningana, en stjórnarandstaðan átti sinn fulltrúa í nýju samninganefndinni og þá lögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar áherslu á að Lee Bucheitt veitti nefndinni forystu sem varð á endanum niðurstaðan. Ljóst er að enn er mikil andstaða við málið meðal almennings þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis að hinir nýju samningar séu umtalsvert betri en þeir eldri. Laust fyrir hádegi höfðu tæplega þrjátíu þúsund manns skráð sig á undirskriftalista á vefsíðunni kjósum.is til að hvetja forseta Íslands til að synja frumvarpi vegna samninganna staðfestingar verði það að lögum. Þetta er svipaður fjöldi og skráði sig á lista gegn fjölmiðlalögunum sumarið 2004, en þá synjaði forsetinn lögunum staðfestingar eftir að um þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun þess efnis. Rúmlega fimmtíu þúsund manns skráðu sig á síðasta ári á undirskriftalista InDefence hópsins gegn síðustu Icesave-samningum en forsetinn varð þá við áskoruninni og beitti synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti í sinni embættistíð.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira