Stjórnmálafræðingur: Brosleg afstaða sjávarútvegsráðherra í selamáli Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 29. mars 2011 19:30 Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Ísland verður þriðji aðili í máli Kanada gegn Evrópusambandinu vegna innflutningsbanns á selaafurðum, stjórnmálafræðingur segir tilburði sjávarútvegsráðherra í málinu skerpa á átökum innan ríkisstjórnarinnar. Bannað hefur verið að flytja inn selaafurðir til Evrópusambandsríkjanna frá árinu 2010. Kanadamenn kærðu bannið til Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar. Það er sagt grafa undan reglum um sjálfbæra verndun og nýtingu sjávarauðlinda. Íslensk stjórnvöld hafa nú tilkynnt að þau vilji taka þátt í kæru Kanadamanna og vera þar með þriðji aðili í málaferlunum ásamt Noregi, Kólumbíu, Japan, Mexíkó og Bandaríkjunum. Í tilkynningu sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í dag segir að ákvörðunin sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar Íslands á alþjóðavettvangi. Deilan snúist í reynd um rétt þjóða til að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti og eiga viðskipti með þær á alþjóðavettvangi. „Í þessu máli er Ísland að stilla sér upp á bak við það prinsipp sem hér hefur verið haldið úti að það eigi að nýta dýraafurðir en það er hins vegar stefna ESB að hvalveiðar og selveiðar gangi gegn náttúruverndarákvæðum þess og ef að Ísland er aðili að ESB þá myndi þetta tvennt ekki samrýmast," segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Með þessarri yfirlýsingu sé Ísland því að staðsetja sig fyrir komandi aðildarviðræður og áhugavert sé að sjávarútvegsráðherra hafi séð ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynningu um þetta mál. „Þarna eru auðvitað sjávarútvegsráðherra, sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, að skerpa á átökunum innan ríkisstjórnarinnar með því að draga þetta málefni fram og stilla sér á einhvern hátt þá upp á móti samstarfsflokknum í þessu máli," segir Eiríkur. Framkoma ráðherrans sé eftirtektarverð og Eiríkur segir sig ekki geta annað en brosað af henni.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira