Innlent

Fjölmiðlum meinað að fylgjast með hreinsunaraðgerðum

Fjölmiðlar þurftu að taka myndir úr fjarlægð af svæðinu.
Fjölmiðlar þurftu að taka myndir úr fjarlægð af svæðinu.

Einn slökkviliðsbíll og allnokkrir starfsmenn slökkviliðsins vinna að því að koma upp flotgirðingum í sjónum við Örfirisey, en á bilinu fimmhundruð til þrjúþúsund lítrar af svartolíu láku ofan í sjóinn úr togaranum Eldborg sem er gerður út frá Tallinn í Eistlandi, sem þar liggur við festar við höfnina í Örfirisey, um klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð.

Samkvæmt fréttamanni fréttastofunnar þá er viðbúnaður ekki jafn mikill og ætla mætti. Svæðið, sem er eign Skeljungs og Olíudreifingar er lokað. En öryggisvörður á þeirra vegum taldi sig ekki hafa heimild til þess að hleypa fjölmiðlum inn á svæðið til þess að mynda hreinsunaraðgerðir slökkviliðsins.

Vinnan gengur hægt samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins en búist er við að aðgerðin muni standa í einhverjar klukkustundir til viðbótar.




Tengdar fréttir

Mengunarslys við Örfirisey

Svartolía lak ofan í Reykjavíkurhöfn við Örfirisey fyrir um klukkustund síðan. Varðstjóri slökkviliðsins segir allt að þrjú þúsund lítra af olíu geta hafa lekið ofan í sjóinn, en ekki er vitað um nákvæmt magn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×