Fótbolti

Rúrik á gulu spjaldi í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Rúrik með boltann gegn Hvít-Rússum
Rúrik með boltann gegn Hvít-Rússum Mynd/Getty Images
Rúrik Gíslason verður í leikbanni í leik Íslands og Danmerkur um helgina ef hann fær að líta gula spjaldið í leiknum gegn Sviss í dag. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi um helgina og nældi sér í áminningu á 79. mínútu leiksins.

Reglur mótsins kveða á um að leikmenn fara í leikbann fyrir að fá tvær áminningar í riðlakeppninni. Hins vegar mun gula spjaldið þurrkast út hjá Rúrik ef hann fær ekki annað í riðlakeppninni.

Enginn annar leikmaður fékk áminningu í leiknum um helgina en Aron Einar Gunnarsson fékk að líta beint rautt spjald og verður í banni í dag. Hann verður þó aftur kominn í íslenska leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Danmörku á laugardaginn.

Einn leikmaður í svissneska liðinu er á gulu spjaldi í dag, Gaetano Berardi heitir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×