Innlent

Ferðamenn koma ekki nálægt sigkötlum

Benedikt Bragason, leiðsögumaður á Mýrdalsjökli, segir engan ferðamann hafa komið nálægt sigkötlunum á jöklinum. Jeppaförin sem sjáist ofan í kötlunum séu frá því hann ók sjálfur um svæðið ásamt vísindamönnum.

"Við fórum með vísindamenn þarna yfir hvern og einn einasta sigketil í Mýrdalsjökli, tveimur dögum áður en hlaupið kom." segir Benedikt, en samkvæmt honum lentu vísindamennirnir í vandræðum með að útvega flugvél til þess að hægt væri að radarmæla jökulinn úr lofti. Þeir hafi því að lokum afráðið að fara akandi.

"Við erum að fara með túrista alla daga upp á jökul en við förum ekkert nálægt þessum sigkötlum. Svæðið er langt út frá okkar leiðum."


Tengdar fréttir

Ferðamenn aka ofan í ketil sem er að springa

Stórhættulegar aðstæður eru komnar upp á ferðamannaslóð í vestanveðum Mýrdalsjökli vegna umbrota í sigkatli þar, en greinilegt er að ferðamenn aka ofan í ketilinn, sem allur er að springa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×