Nýr Frikki Weiss snýr heim 18. febrúar 2011 15:00 Fjölskyldumaður Friðrik með konunum í sínu lífi, eiginkonunni Tine og hinni þriggja ára gömlu Irmu. Yrsa, sem er þriggja mánaða, hvílir sig í vagninum inni á nýja staðnum hans pabba síns við Austurstræti sem verður opnaður 5. mars. Fréttablaðið/Stefán Friðrik Weisshappel opnar Laundromat Café í Austurstræti laugardaginn 5. mars. Hann er þroskaðri en hann var fyrir sjö árum þegar hann hélt í víking til Danmerkur. „Ég ætlaði að læra jóga og dönsku. Það voru markmiðin þegar ég flutti út. Nú eru liðin sjö ár og ég er búinn að fara í tvo jóga-tíma. Danskan hefur bara komið smátt og smátt," segir Friðrik Weisshappel og fær sér bita af pitsu frá Horninu með rækjum, þistilhjörtum og gráðaosti. Hann er loksins að fara að opna stað í Austurstræti, þar sem verslun Egils Jacobsen var, eftir að hafa rekið tvo Laundromat-staði í Kaupmannahöfn með góðum árangri. Friðrik segist ekki vera orðinn ríkur á kaffihúsarekstri í gömlu höfuðborg Íslendinga, hann sé með ágætis laun en búi í leiguíbúð og eigi Citroën Berlingo sem hann skuldi enn dálítið í. Margir muna eflaust eftir Friðriki hér áður fyrr þegar nafn hans fyllti „hverjir voru hvar"-dálkana, hann var með sjónvarpsþátt, gerði upp gömul hús og rak veitingastaðina Kaffibarinn og Kaupfélagið. „Og síðan fékk ég bara nóg af sjálfum mér. Mér fannst ég þurfa ögrun, eitthvað nýtt. Ég þekkti orðið alla og langaði til að kynnast nýju fólki og sjá sjálfan mig í nýju umhverfi." Danmörk varð fyrir valinu, jóganám og dönskukennsla átti að vera rétt handan við hornið þegar flugvél frá Icelandair lenti á Kastrup-flugvelli. „En ég var varla búinn að taka upp úr ferðatöskunum þegar ég hafði fest kaup á fyrsta Laundromat-staðnum og var byrjaður að vinna eins og brjálæðingur." Friðrik hlær þegar hann er spurður hvort hann sé eins og nýr maður eftir dvölina í Danmörku en hugsar síðan málið, hann á jú danska konu og tvær stelpur. „Ég er allavega þroskaðri. Ég er guðslifandi feginn að hafa ekki orðið pabbi fyrr en fyrir þremur árum, ég hefði ekki verið tilbúinn í föðurhlutverkið fyrr. Maður lifði svo hratt. En ég elska að vera pabbi og nýt þeirra forréttinda að geta sinnt stelpunum mínum vel. Og mér finnst æðislegt að eldast, að vera að fá grátt hár og svoleiðis." Og Friðrik hefur meira að segja sagt skilið við áfengi og sígarettur. „Ég var að koma heim úr mikilli vinnuferð frá Osló fyrir fimm árum og hafði aðeins fengið mér í tána kvöldið áður. Ég opnaði ísskápinn heima og sá tvo bjóra, fékk mér annan en hellti hinum niður og hef ekki drukkið síðan." Sígaretturnar og nikótínið hurfu þremur mánuðum seinna þegar góðvinur hans Indriði klæðskeri féll frá. „Ég hugsaði með sjálfum mér að ef maður sem hafði alltaf hugsað jafnvel um heilsuna og hann gerði gat farið svona snögglega, þá væri ég að leika mér að eldinum." Friðrik segist alltaf hugsa um sig sem Íslending þótt hann sjái það ekki fyrir sér að hann flytji til Reykjavíkur í bráð. „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég er mikill miðborgarmaður og ég elska að opna þennan stað. Það er mikill heiður fyrir mig að vera að vinna í þessu húsi og fá tækifæri til að skapa fólki atvinnu. Danmörk er heima hjá mér núna en Ísland verður það líka alltaf." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Friðrik Weisshappel opnar Laundromat Café í Austurstræti laugardaginn 5. mars. Hann er þroskaðri en hann var fyrir sjö árum þegar hann hélt í víking til Danmerkur. „Ég ætlaði að læra jóga og dönsku. Það voru markmiðin þegar ég flutti út. Nú eru liðin sjö ár og ég er búinn að fara í tvo jóga-tíma. Danskan hefur bara komið smátt og smátt," segir Friðrik Weisshappel og fær sér bita af pitsu frá Horninu með rækjum, þistilhjörtum og gráðaosti. Hann er loksins að fara að opna stað í Austurstræti, þar sem verslun Egils Jacobsen var, eftir að hafa rekið tvo Laundromat-staði í Kaupmannahöfn með góðum árangri. Friðrik segist ekki vera orðinn ríkur á kaffihúsarekstri í gömlu höfuðborg Íslendinga, hann sé með ágætis laun en búi í leiguíbúð og eigi Citroën Berlingo sem hann skuldi enn dálítið í. Margir muna eflaust eftir Friðriki hér áður fyrr þegar nafn hans fyllti „hverjir voru hvar"-dálkana, hann var með sjónvarpsþátt, gerði upp gömul hús og rak veitingastaðina Kaffibarinn og Kaupfélagið. „Og síðan fékk ég bara nóg af sjálfum mér. Mér fannst ég þurfa ögrun, eitthvað nýtt. Ég þekkti orðið alla og langaði til að kynnast nýju fólki og sjá sjálfan mig í nýju umhverfi." Danmörk varð fyrir valinu, jóganám og dönskukennsla átti að vera rétt handan við hornið þegar flugvél frá Icelandair lenti á Kastrup-flugvelli. „En ég var varla búinn að taka upp úr ferðatöskunum þegar ég hafði fest kaup á fyrsta Laundromat-staðnum og var byrjaður að vinna eins og brjálæðingur." Friðrik hlær þegar hann er spurður hvort hann sé eins og nýr maður eftir dvölina í Danmörku en hugsar síðan málið, hann á jú danska konu og tvær stelpur. „Ég er allavega þroskaðri. Ég er guðslifandi feginn að hafa ekki orðið pabbi fyrr en fyrir þremur árum, ég hefði ekki verið tilbúinn í föðurhlutverkið fyrr. Maður lifði svo hratt. En ég elska að vera pabbi og nýt þeirra forréttinda að geta sinnt stelpunum mínum vel. Og mér finnst æðislegt að eldast, að vera að fá grátt hár og svoleiðis." Og Friðrik hefur meira að segja sagt skilið við áfengi og sígarettur. „Ég var að koma heim úr mikilli vinnuferð frá Osló fyrir fimm árum og hafði aðeins fengið mér í tána kvöldið áður. Ég opnaði ísskápinn heima og sá tvo bjóra, fékk mér annan en hellti hinum niður og hef ekki drukkið síðan." Sígaretturnar og nikótínið hurfu þremur mánuðum seinna þegar góðvinur hans Indriði klæðskeri féll frá. „Ég hugsaði með sjálfum mér að ef maður sem hafði alltaf hugsað jafnvel um heilsuna og hann gerði gat farið svona snögglega, þá væri ég að leika mér að eldinum." Friðrik segist alltaf hugsa um sig sem Íslending þótt hann sjái það ekki fyrir sér að hann flytji til Reykjavíkur í bráð. „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég er mikill miðborgarmaður og ég elska að opna þennan stað. Það er mikill heiður fyrir mig að vera að vinna í þessu húsi og fá tækifæri til að skapa fólki atvinnu. Danmörk er heima hjá mér núna en Ísland verður það líka alltaf." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira