Spears fær falleinkunn í Svíþjóð 13. október 2011 12:00 Kynþokkafull EINS OG STRÆTÓSTOPPISTÖÐ Í RIGNINGU Sænskir og danskir gagnrýnendur fara ekki fögrum orðum um tónleika Britney Spears fyrr í vikunni.nordicphotos/getty Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“. Blaðamaður Ekstra Bladet segir tónleikagesti ekki hafa fengið neitt fyrir peninginn, en uppselt var á tónleika Spears. „Ég finn til með söngkonunni, sem verður 30 ára í desember. Hún leit út eins og gömul táningsstjarna sem vildi frekar vera heima í íþróttagalla að borða franskar og horfa á lélega bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær stjörnur af sex mögulegum en önnur blöð gefa tónleikunum falleinkunn. Gagnrýnandi Aftonbladet í Svíþjóð tekur í sama streng eftir tónleika Spears í Malmö og lýsir söngkonunni sem „svefndrukknum uppvakningi“. Í kjölfarið á þessum dómum er víst að Spears verður að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu tónleika hennar í Stokkhólmi á sunnudag ef bjarga á orðspori hennar í Skandinavíu. Lífið Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“. Blaðamaður Ekstra Bladet segir tónleikagesti ekki hafa fengið neitt fyrir peninginn, en uppselt var á tónleika Spears. „Ég finn til með söngkonunni, sem verður 30 ára í desember. Hún leit út eins og gömul táningsstjarna sem vildi frekar vera heima í íþróttagalla að borða franskar og horfa á lélega bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær stjörnur af sex mögulegum en önnur blöð gefa tónleikunum falleinkunn. Gagnrýnandi Aftonbladet í Svíþjóð tekur í sama streng eftir tónleika Spears í Malmö og lýsir söngkonunni sem „svefndrukknum uppvakningi“. Í kjölfarið á þessum dómum er víst að Spears verður að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu tónleika hennar í Stokkhólmi á sunnudag ef bjarga á orðspori hennar í Skandinavíu.
Lífið Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira