Tækifæri til að kynna samninginn 21. febrúar 2011 10:00 Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh Icesave Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh
Icesave Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira