Innlent

Lúkas er dauður

Lúkas er dauður.
Lúkas er dauður.
Lúkas er allur. Hann drapst á dögunum en eigandi hundsins vildi ekki tjá sig um málið.

Í viðtali við fréttavef DV sagði eigandinn, Kristjana Margrét Svansdóttir, að Lúkas væri búinn að vera veikur síðan í október á síðasta ári. Hann drapst svo síðastliðna nótt aðeins fimm ára gamall.

Lúkas, sem var kínversku smáhundur, komst í fréttirnar sumarið 2007 þegar ungur maður, Helgi Rafn Brynjarsson, var talinn hafa drepið hann með hrottalegum hætti. Bloggheimar loguðu í kjölfarið og féllu ýmis ummæli um persónu hans. Helgi hefur stefnt nokkrum fyrir meiðyrði og vann eitt mál í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum.

Eins og flestir vita reyndist Lúkas við góða heilsu sumarið 2007 en hann fannst að lokum á lífi í óbyggðum nærri Akureyri. En nú, um fjórum árum síðar, er Lúkas allur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×